Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 55
53
„handhlíf“ á, spjótsoddur og „járnhattur með kverkaspennu afjárni“
(hjálmur ?) og brot af ýmsu fleiru. f>á var í Hjálmholti Brynjólfur
sýslumaður Sigurðsson ; honum sagðist Bjarni hafa fært fund sinn
og þegið krónu fyrir; hann hefði og sagt Brynjólfi frá því, er
hann las í Krýsuvík, og hefði honum þótt líklegt, að þetta væri
bein þessara feðga. fví miður vissi Solveig ekki, hvar Bjarni
fann fundinn ; og ekki heyrði hún hann segja fleira úr sögubók-
inni.
22. Skeljastaðir heita undir nálægt miðri suðvesturhlíð Skelja-
fells. J>ar sjást engar verulegar rústir, því þar var til skamms tíma
grastó lítil, hálf blásin, sem bærinn hefir verið, enda er gil þar hjá,
sem vel hefir getað borið burt nokkurn hluta rústarinnar. þ>essi
grastó er nú, 1880, alveg blásin af, og sjást líkur til, að nokkur
hluti rústarinnar muni smámsaman koma þar í ljós. Kring um
grastóna er raunar grjótdreif nokkur. Sunnan og vestan túnstæð-
isins sjer fyrir túngarði af smáu hraungrjóti, og hefir túnið verið
meðalstórt. — Framan undir grastónni hefir blásið upp talsvert af
mannabeinum; sjást enn leifar af þeim, en eyðast hvað af hverju,
sem von er. þetta stadfestir þau munnmæli, að kirkja hafi verið
á Skeljastöðum; er sagt, að Hjalti Skeggjason hafi búið þar og
byggt kirkjuna, og þakið hana með blýi; hafi hin sama kirkja
síðan staðið þar óhögguð, þar til bærinn eyddist. Sveinn búfræð-
ingur fann þar fyrir nokkru fáeinar blýplötur litlar, og blýagnir, sem
hann mun þegar hafa gefið forngripasafninu. Síðar hafa fleiri
fundizt og verið sendar safninu. þ>ess hefir verið getið til, að bær
Hjalta hafi ekki heitið annað en ,,[jórsárdaluru, þvi hann er hvergi
nefndur í sögum öðru vísi en svo, að sagt er að Hjalti væri „úr
J>jórsárdal“. En Landnámab. (3. p. 20. k.) nefnir líka Steinólf „í
þ>jórsárdal“, og í sömu andránni eru þar nefndir „J>jórsdælir“, svo
það getur ekki verið, að þar sje talað um einstakan bæ. Og það
er hvorttveggja, að það á illa við, og á sjer naumast stað, að ein-
stakur bcer í nokkru byggðarlagi eigi samnefnt við byggðarlagið
sjálft-, og að engin nafnlaus bæjarrúst er fundin í þ>jórsárdal, sem
líkindi eru til, að borið hafi það nafn; og það verður ekki sjeð,
hvar hennar ætti að leita, nema það væri á flesjunum vestan fram
með Búrfelli; þær eru lágar og við fjórsá. En engin líkindi og
engin munnmæli benda til, að þar hafi bær verið. Setjum að hinn
fyrsti bær, sem gjörður var í dalnum, hafi í fyrstu ekki verið nefnd-
ur öðru nafni en „í þ>jórsárdal“, en hann hefir samt sem áður
hlotið að fá nafn út af fyrir sig, þegar bæir fjölguðu „i þ>jórsárdal“.
Ekki er hægt að gizka 'á, hvaða bær fyrst var byggður í dalnum,
en þó er varla annar líklegri til þess en Skeljastaðir, bæði vegna
fegurðar og landskosta, sem þar hefir hvorttveggja verið hið á-
gætasta, og enda vegna silungsveiðar í Hjálparfossi, því það er