Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 67
Rannsókn í Borgarfirði 1884
eftir
Sigurð Vigfússon.
f •------
_JLðr enn eg byrja á aðalefni þessarar ritgerðar, skal eg í fám
orðum minnastá, hvað eg hafðist að næsta sumar eftir rannsóknina á
Vestfjörðnm.
Sumarið 1883 rannsakaði eg í Rangárþingi eða alla þáhelztu
staði, erNjáls sögu við koma, fyrir vestan Eyjafjallajökulj enn þeg-
ar þessu var lokið, var sumar orðið áliðið og veðr farið að spill-
ast, svo að ekki var tími til að fara austr Fjallabaksveg fyrir norð-
an Jökul, og austr í Skaftártungu, til þess að kanna þá sögustaði,
er þar eru og Njálu við koma. Enn jafnvel þó eg ekki hafi enn
komið á þessa staði, hygg eg þó, að eg megi fullyrða, að eg hafi
fundið skýr rök fyrir, að hin fornu Fiskivötn, sem Njála talar um,
eru fyrir austnorðan Jökul, enn alls ekki þau vötn, er menn hafa
áðr haldið ; eg hefi og fundið það á gömlum landsuppdráttum (kort-
um), að vötn þessi hétu Fiskivötn, eins og eg hefi áðr sagt. J>etta
var sá þýðingarmesti staðrí Njálu, og sem örðugastr var viðfangs,
enn hér á ekki við að tala frekara um þetta mál. f>að var því
ákveðið, að eg fœri austr aftr í sumar er leið, og alt austr í Skaft-
ártungu og fyrir norðan Jökul. Enn þegar hér var komið sögunni,
varð eg sjúkr og lá allan fyrra hluta sumars, enn þegar eg varð
að nokkru fœr, seint i ágúst, var mér ráðið frá af kunnugum mönn-
um, að fara þá austr, bæði vegna rigninga og mikilla vatnsfalla, enn
sumar áliðið, og eg hefði þurft að liggja úti á fjöllum uppi. þ>ess
vegna getr ekki ritgerð um Njálu komið í þessari árbók, að nokk-
uð er þó enn ókannað þar eystra, þvíað betr þótti fara, að rann-
sókn í Njálu kœmi öll í einni heild.
Eg réð þvi af, að fara upp í Borgarfjörð. J>ar var nauðsyn-
iegt að rannsaka, og margir staðir eru þar vel til þess fallnir.
Borgarfjörðr er það hérað, sem margar sögur koma við ; Egils s.
Skallagrímssonar gerist hér öll, að því er íslandi við kemr; Hænsa-
póris s;, hinir helztu viðburðir úr Heiðarvíga s.; Gunnlaugs s.
ormstungu á og hér heima, enn engir gerðust hér viðburðir í