Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 71
65
aðr kirkjuhóll, og sýnist þar sumstaðar votta fyrir kirkjugarðinum
umhverfis, enn það er orðið að þúfnabörðum og allr hóllinn kom-
inn í þýfi, svo ekk.ert verulegt sést fyrir kirkjutóttinni og engu
máli verðr hér við komið ; vera má, að hér hafi verið sléttað yfir
og síðar alt orðið að þúfum. Síra Magnús segir, að hér sé öskuhaug-
ar afarfornir og furðu miklir; eg efast um, að það verði sagt með
vissu, hvað afarfornir þeir eru, enn til að geta sagt, hvað miklir,
þarf að grafa það alt í sundr; enn hann getr ekki um, að það hafi
verið gert, enda sá eg þess engin merki; enn á Mosfelli veit eg
að það hefir prófazt við húsabyggingar og umrót; þar fanst mik-
il aska, bæði undir bœnum og í kálgörðunum fram undan bœn-
um. Nokkrir öskuhaugar geta jafnvel myndazt, þótt litið kot sé,
hafi það staðið margar aldir. þ>etta er þvi engin veruleg sönnun
fyrir, að hinn forni Mosfellsbœr hafi staðið hér, þegar önnur kenni-
mérki vanta. fessir 3 bœir standa undir suðrhlið Mosfells: Hrís-
brú vestast, þá Mosfell, sem fyrr segir, og svo Litla Mosfell aust-
ast, sem er lítið kot og bygt á seinna tima. Liggja þar saman
tún og á Mosfelli. Síra Magnús heldr nú, að öll suðurhlíð Mos-
fells, sem þessir 3 bœir standa nú i, hafi verið eitt tún, um 600
faðma á lengd; þetta sýnist mér ekki sannsýnilegt, og eftir hans
meiningu ætti bœrinn Mosfell að hafa staðið yzt úti á hala á
þessari afarmiklu lengju og þar sem minst var túnmegin ; hér við
bœtist og, að túnið á Mosfelli og Hrisbrú er sundrskilið við mýri
og skriðu ; þar sjást engin kennimerki til, að tún hafi verið. Að
því er prestrinn hefir sagt mér, er túnið á Hrísbrú um 12 dag-
sláttur, enn heimatúnið á Mosfelli um 26, og túnið á Minna Mos-
felli um 10; þetta verðr þá alls 48 dagsláttur; heimatúnið á Mosfelli
og Litla Mosfells tún, sem alt liggr í einni heild, er þó œrið stórt
og langt, og þó má eg segja, að eitthvað er eyðilagt af því að
utanverðu, enn hið aðskilda Hrísbrúartún sýnist aldrei að hafa
verið stœrra. f>að er því óeðlilegt, að þar hafi staðið höfuðbœrinn.
Síra Magnús heldr, að Mosfellsbœrinn hafi verið bygðr á Hrísbrú,
af því þar sé fjallshlíðin fríðust, og hæð hennar mest; hvað undir-
lendinu viðkemr, þá er þar ekki til mikils að slœgjast, þvíað alt
eru mýrar fyrir neðan túnið. Aftr þegar til bœjarflutningsins kemr,
þá þykir honum það ekki ósennileg ástœða fyrir, að bœrinn hafi
verið fluttr austr með fellinu, af því að þar beri hæst á undirfell-
inu, og þaðan er hœgast að sjá )rfir túnið. jpessar ástœður sýnast
mér nokkuð veikar til að byggja á; það er auðvitað, að menn hafa
þegar í landnámstíð h.elzt valið bœjarstœði eftir því, hvar bezt var
túnstœði, og túnmegin sem mest umhverfis bœinn. Menn þurftu
því ekki á þriðja hundrað ára reynslu til að sjá þetta. þ>að kynni
heldr að sýnast nokkur bending um, að kirkjan hafi staðið nálægt
bœnum á Mosfelli , sem segir í Gunnlaugssögu Ormstungu
9