Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 81
75
var með honum hinn fyrsta vetr. Hann átti Helgu dóttur f>órðar.
Dœmi f>órðar er eitt af þeim, sem sýna, hvað sterk var trúin hjá
fornmönnum á því að byggja sem næst þeim stað, er öndvegissúl-
urnar rak, þar sem hann fór að rífa sig upp austan úr Lóni hinn afar-
langa veg af öðru landshorni, og hafði þó búið þar svo lengi, enn
var þó jafnvel í óvissu, hvort hann fengi hentugan bústað nær
þeim stað, er súlurnar hafði rekið. J>órðr hefir verið göfugr roaðr.
Hann átti Úlfrúnu óbornu, dóttur Játmundar Englakonungs, og kom
vestanum haf sem þeir frændr hans. Hið nyrðra takmark á land-
námi J>órðar skeggja er Leirvogsá; hún kemr úr Leirvogsvalni,
sem er skamt fyrir ofan Stardal. J>að er norðvestan til við Mos-
fellsheiði; er það stœrsta vatnið þar; síðan rennr áin niðr hjá bœn-
um Stardal, og svo beint vestr milli Skeggjastaða og Hrafnhóla,
og þá fyrir norðan Mosfell, niðr hjá Varmadal og Fitjakoti, og svo
norðanhalt ofan í Leirvogana. Úlfarsá hefir upptök sin uppi í
Seljadal, sem gengr upp í Mosfellsheiði; hún er syðra takmarkið.
Síðan rennr áin niðr hjá þormóðsdal og Miðdal, og svo ofan í
Hafravatn, og þá úr vatninu aftr og fram hjá Úlfmannsfelli, Kdlfa-
koti og Lambhaga ; þá beygist áin í norðr, og rennr norðr alt fyrir
norðan Korpúlfsstaði, og síðan ofan í Leirvogana sunnanverða.
Bœrinn Úlfmannsfell hefir til forna heitið Úlfarsfell. |>víað ugg-
laust er bœrinn, fellið, sem hann stendr undir, og áin, sem þar
rennr hjá, kent við Úlfars nafn, enn svo hefir týnzt nafnið á fellinu
og ánni,enn bœjarnafnið breytzt, sem fyrr segir. J>etta sýnist ljóst,að alt
hafi þannig heitið, þarsem Landn. nefnir ána Úlfarsá. J>annig hefir þá
J>órðr skeggi numið land milli þessara áðrnefndra takmarka hið efra,því-
að mestalt hið neðra hefirþá bygt verið. J>að mætti því draga línu milli
Leirvogsár og Úlfarsár, sem takmarkaði landnám J>órðar að norð-
an, og þar sem maðr veit, að bæði Mosfell og Hraðastaðir hafa þá
verið bygðir; verðr lína sú að vera fyrir ofan land þessara jarða,
enn skamt fyrir neðan Skeggjastaði, og liggja svo yfir Grímmanns-
fell og líklega suðr í Hafravatn ofanvert, og þá í Úlfarsá. J>að
sýnist jafnvel, sem J>ormóðsdalr hafi þá ekki verið enn bygðr, því-
að ella gat J>órðr ekki náð takmarki suðr í Úlfarsá.
Landnb. talar enn fremr um landnám hið nyrðra í Mosfells-
sveitinni, alt frá Leiruvogi og norðr undir Esjuna, bls. 40: „Hallr
goðlauss hét maðr; hann var son Helga goðlauss; þeir feðgar vildu
eigi blóta ok trúðu á mátt sinn. Hallr fór til íslands, ok nam
land með ráði Ingólfs frá Leiruvági til Mógilsár. Son Halls var
Helgi, er átti J>uríði Ketilbjarnardóttur. J>eirra son var J>órðr í
Álfsnesi". Mógilsá rennr í Kollafjörð, sem liggr inn með Es-
junni að sunnanverðu; Mógilsá heitir og bœr, er stendr sunnan und-
ir Esjunni. Álfsnes heitir og enn bœr i þessu landnámi. Leiruvágr
er nú vanalega kallaðr Leirvogar í daglegu tali; þeir ganga langt
10*