Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 85
79
skal taka hér upp allan þann kafla, sem lýtr að vígi Helga, þvíað
Reader er mjög fágæt bók hér á landi, og geta menn þá, ef vilja,
borið þessa frásögn saman við Kaupmh.útg. Nú segir sagan,
Reader bls. 46 : „Býz nú f»orgils heiman, Ok er hann er buinn,
þá riða þeir upp eptir Hörðadal ok voru tíu saman; þar var þ>or-
gils Hölluson flokks-foringi. f»ar vóru í ferð synir Bolla, porleikr
ok Bolli; þar var hinn fjórði Jpórðr köttr bróðir þeirra; fimti f or-
steinn svarti; sétti Lambi; sjaundi ok hinn átti Halldórr og Örnólfr
fóstbræðr þ>orgils; níundi Sveinn; tíundi Húnbogi, þeir vóru synir
Dala-Álfs. J>essir menn allir vóru hinir vígligustu. Nú ríða þeir
leið sina upp til Sópanda-skai’ðz ok ofan Langavatns-dal og svá
yfir Borgarfjörð þveran“.
Sópandaskarð er vanalega kallað svo enn i dag (Kmh. útg.
hefir ,,Sofanda-skarð“). J>að er á milli Laugardals og I.anga-
vatnsdals ; þar liggr þjóðvegrinn yfir. Sturlunga s. kallar og
skarðið Sópandaskarð I. bls. 271 ; það er þvi hið rétta nafn.
Langavatnsdalr gengr beint i norðr gegnum fjöllin milli Borgar-
fjarðar og Breiðafjarðar. Hann er mikill dalr og grösugr. Stórt
vatn er í dalnum sunnan til, sem heitir Langavatn; norðr frá því
einkannlega er sléttlendi mikið; vegrinn liggr fyrir austan vatnið.
Langavatnsdalr var bygðr i fornöld, enn nú er hann löngu í eyði.
Landnb. bls. 71 segir : „Bersi goðlauss hét maðr,hann nam Langa-
vatzdal“. Eitt handrit neðanmáls hefir: „ok bjó á Torfhvalastöð-
um“. Bersi var faðir Arngeirs, föður Bjarnar Hítdœlakappa. Sagt
er, að Langavatnsdalr hafi lagzt í eyði í svarta dauða eftir 1400.
Hvað margir bœir verið hafi í dalnum, vita menn ekki; enn þessir
þrír eru nefndir : Borg, þar á að hafa verið kirkja; Vatnsendi og
Hafrsstaðir; það sýnast og vera þessir Hafrsstaðir, sem nefndir
eru í máldaga Akrakirkju á Mýrum 1258, ísl. fornbréfas. I. bls.
596. par á kirkjan þá hálfa. Máldagi Staðarhraunskirkju („mario
kirkia vndir raune“) um 1185, segir, að kirkjan eigi þar afrétt að
öllum notum, enn ekki megi hún ljá hann óðrum. í Gunnlaugs s.
ormstungu bls. 212—13 er talað um sel £>orsteins Egilssonar, er var
uppi á Langavatnsdal og hét á f orgilsstöðum. J>angað riðu þeir
|>orsteinn og vóru þar stóðhrossin, er hann vildi gefa Gunnlaugi.
J>essir (þorgilsstaðir hafa líklega verið einhvers staðar sunnan til í
dalnum. f>að var þó œrið langr selvegr neðan frá Borg. Bjarn-
ar s. Hítdœlakappa bls. 59 segir: „voru sumir húskarlar farnir
upp til rétta í Langavatnsdal, en sumir annan veg“. f>ó að f>or-
og »nr. 39«; hið fyrra er með fallégri snarhendi, nokkuð bundinni; þar á
eru fleiri þættir; hitt er með gamalíi fljótaskrift, orðið dauft og ilt að lesa,
ekki gott handrit. þessi þrjú ofannefndu handrit merki eg þannig : J. S.,
hdr. B, 39.