Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 87
8i
þeir eigi mega fara lengra, þviat þeim þótti eigi friðligt at eiga
við Hvítá um nótt“. þessir menn komu nú vestan af Snæfellsnesi;
hafa þeir farið fyrir „neðan Múla“ sem kallað er; sá vegr liggr
vestar enn Skarðsheiði. Valbjarnarvellir heitir enn bœr þar upp
undir Múlunum vestan Gljúfrá, og eru því á þessari leið; þar er
mýrlent mjög í kring. J>ar sem sagan segir, að rigningar vóru og
vatnavextir, þá er það varla efamál, að það er þetta Hábrekknavað,
sem Eyrbyggja s. kallar Eyjarvað, þvíað ekkert vað neðaráNorðrá
er eins gott; enn þeir þurftu að velja hið bezta vað með líkið;
enda er Norðrá mikið vatnsfall, og einkannlega í vatnavöxtum.
f>essir menn hafa því farið þá hina sömu leið á þessu svæði, sem
þeir forgils, og sem eg hér að framan hefi sagt; enda verðr líka
Neðra Nes fyrir þeim, þvíað það er i leiðinni. Hœnsa-f>óris s.
nefnir og enn fremr þetta Eyjarvað á Norðrá, þegar þórðr gellir
reið suðr til Borgarfjarðar í málatilbúnað eftir Blundketilsbrennu
965. f>ar segir bls. 169: „hittast nú þessir allir, er í vóru málinu,
ok hafa alls CC manna; ríða nú ofan fyrir utan Norðrá, ok yfir á
at Eyjavaði, fyrir ofan Stafliolt, ok ætla yfir Hvítá þar sem heitir
f rælastraumr“. Mér sýnist á sögunni, sem f>órðr gellir hafi kom-
ið vestan Bröttu Breltku, þar sem segir: „riða nú ofan fyrir utan
Norðrá“; hafi þ>órðr komið þá leið, þá þurfti hann að ríða ofan
með Norðrá til að komast ofan áEyjarvað; það var og eðlilegt, að
hann hafi farið þar yfir. þ>egar menn riðu með mikið fjölmenni,
hafa menn þurft að velja þau hin beztu vöð, þegar um nokkuð
stór vatnsföll var að gera.
þ>ess skal og getið, að nokkru neðar enn Hábrekknavaðið, er ann-
að vað á Norðrá, sem heitir Munaðarnessvað. þ>að er djúpt, enn
með sandbotni; þar hefi eg farið yfir. Enn er vað neðar á ánni
ofan til við Stafholt, enn neðan Hlöðutún, sem kallað er Hólmavað.
þ>ar er illr botn og lítt fœrt af sandbleytu ; af hverju vaðið dregr
nafn, veit eg ekki. Dr. Kálund I. bls. 362—3 segir, að hér úti í
ánni sé flatr hólmi eða eyri ; eg hefi ekki komið að þessu vaði,
þvíað eg áleit mig ekki þurfa þess, þar eð eg hefi spurt nákunnuga
menn um það ; hafa þeir fullvissað mig um, að hér væri enginn
hólmi eða eyri úti í ánni. þ>að verðr ekki séð, hvort Kálund hefir
komið hér eða ekki ; hann getr þess til, að þetta Hólmavað kunni
að vera hið forna Eyjarvað, sem þessar sögur tala um ; enn það
er ekkert, sem mælir með þessu, nema nafnið er nokkru líkara;
getr því varla verið, sem bæði sést af ásigkomulagi þessa vaðs. og
öðru því, sem hér að framan er sagt. þ>að sem segir um þá þórð
gelli: „fyrir ofan Stafholt“, skil eg ekki þannig, að vaðið hafi ver-
ið rétt fyrir ofan Stafholt, heldr, að þeir þ>órðr hafi riðið fyrir ofan
Stafholt, þegar þeir komu suðr fyrir ána ; hann hefir stefnt aðra
leið enn hinir, þegar yfir ána kom, þar sem hann ætlaði yfir Hvítá
11