Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 89
83
Ofan til, þar sem farvegrinn fer að beygjast suðr á við með Fax-
inu, hefir verið stór eyri í ánni og breið ; eyrar hafa líka verið
neðar ; enn sumstaðar er farvegrinn í einu lagi. Fyrir sunnan far-
veginn í suðr útsuðr frá bœnum Stafholtsey sést fyrir fornum rúst-
um rétt á bakka farvegarins. J>etta er mjög stutt bœjarleið fyrir
ofan Bakkakot. fessar rústir eru mjög fornlegar, og eru á nokk-
urri upphækkun eða bakka; enn ekki sést þar með vissu fyrir
tóttalögun, nema lítil tótt, sem er hringmynduð, og er þó nokkuð
af veggjunum af brotið af ákaflega miklu jarðfalli, sem þar hefir
brotizt fram að farveginum og sjálfsagt tekið af fleiri tóttir. Tún-
stœðið hefir verið hér mikið og náð langt vestr með ánni. þ>etta
er auðséð, þvíað þar er mikill jarðvegr og töðugresismóar. þ>að er
auðsætt, að Bakkavað er kent við þann bœ, sem hét Bakki, eins
og t. d. Langholtsvað er nú kent við I^angholt, sem er næsti bœr
þar við, og þegar nú enginn bœr er til, sem heitir Bakki, þá liggr
það í augum uppi, að þessar rústir eru sá Bakki, sem bæði vaðið
var kent við og Grettis saga talar um. Bœr, sem var nafnkendr
bœr í gamla daga, stendr hér skamt austr frá rústunum ; hér þarf
því ekki mikið um að tala. jþetta handrit af Laxd. s. tekr af öll
tvímæli hér um. £>ar sem það segir með ljósum orðum, að þeir
riðu yfir Hvítá á Bakkavaði skamt frá Bœ. Hér er því alt svo
hnitmiðað niðr. Enn fyrir utan alt þetta bœtist hér við annar þeg-
jandi vottr, sem sýnir, að við þessar rústir hefir verið almennings-
vað í gamla daga yfir Hvítá. Fyrir vestan farveginn og með hon-
um í Eyjarlandi, röktum við fornar götur vallgrónar, er sjást glögg-
lega. þær liggja frá vestri til austrs, eins og vanalega er kallað ;
enn það er þó nær að norðan í stefnu, og þannig liggja göturnar,
og suðr með farvegnum. í einum stað taldi eg um 20 götur.
Sumstaðar eru þær orðnar óglöggar ; síðan liggja göturnar á snið
út í farveginn, heldr neðanhalt á móti rústunum, og beint á móti
hinu mikla jarðfalli, sem brotið hefir þær af þeim megin1. J>að
sýnist vera hið eðlilegasta, að bœrinn Bakki hafi eyðilagzt af jarð-
föllum, þvíað fyrir utan þetta langa og djúpa jarðfall, sem áðr er
nefnt, og gengr alt ofan að farveginum, og tekið hefir af nokkuð
af rústunum, þá er bæði fyrir utan og ofan rústirnar sem heilt
kerfi af jarðföllum, og sum fleiri mannhæðir á dýpt; lengra úti í hinu
gamla túni eru og mörg; sum jarðfallanna eru mjög gömul að sjá
og grasi vaxin, og sum eru að aukast. Eg skal og geta þess, að
J. S. hdr. segir: „en at Bakkavadi yfir Hvítá, skamt frá Be ofan“.
1) þetta vað er oft kallað kirkjuvað, þvíað hér yfir er kirkjuleið að Bœ
frá Bakkakoti og þingnesi; enn ekki eru þessar fornu götur af því; þær eru
bæði meiri og fieiri, enn að þær gæti verið frá tveimr bœjum ; þær eru og
allar gamlar, en engin ný, og liggja þar að auki í alt aðra stefnu.
11*