Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 90
84
Kh.útg. : „en at Backavadi yfir Hvítá skamt fyrir bæ ofan"1.
Hér kemr alt í sama stað niðr í rauninni, þegar að er gáð. Jón
Sigurðsson gerir hér við þessa athugasemd: „í útg. er Be tekið
ekki sem nafn (þ. e. um Be í Borgarfirði), heldr um be ótiltekinn,
en rétt mun vera, að skilja orðið, sem þar sé nefndr Bœr í Borg-
arfirði, því hann er í leiðinni“2. J>etta er og fullkomlega rétt á-
lyktað, þegar menn vita, hvernig hér til hagar. Fyrir ofan Bœ eða
skamt frá Bœ hafa þeir hlotið að ríða; þeir gátu ekki öðruvísi
riðið, þar þeir ætluðu upp í Sj’ðra Reykjadal; fyrir neðan Bœ
verðr ekki komizt, þvíað þá verðr fyrir BluiidsYatn (það er kent
við Ketil blund, Landnb. bls. 60), og fyrir neðan það er lítt fœrt fyr-
ir mýrum. J>eir þ>orgils urðu því að ríða fyrir ofan Bœ, og fyrir
ofan vatnið og svo fyrir neðan Varmalœk og þá upp í dalinn.
Grettis s. bls. 104—107 talar mjög greinilega um ferð Grettis
neðan frá HyítárYÖllum og upp að (xilsbakka. Hún er sú eina
saga, sem nefnir beinlínis bœinn Bakka; hún nefnir og fleiri ör-
nefni og bœi f héraðinu. Verð eg því að taka allan þann kafla:
„Nú sat Grettir við skip um hrfð, því at hann fékk engan farar-
skjót, sem honum gazt at. Sveinn hét maðr, er bjó at Bakka upp
frá f ingnesi ; hann var góðr bóndi ok kátr maðr, ok kvað opt,
svá at gaman var at. Hann átti merhryssi eitt brúnt at lit, allra hrossa
skjótast; þat kallaði Sveinn Söðulkollu. Grettir fór eina nátt burt
af Völlum, því at hann vildi eigi, at kaupmenn yrði varir við.
Hann fékk sér kufl svartan, ok steypti utan yfir klæði ok duldist
svá. Hann gekk upp hjá Jdngnesi ok svá upp til Bakka ; var þá
ljóst orðit- Hann sá brúnt hross við túnit, ok fór til ok lagði við
beizl, steig á bak ok reið upp með Hvftá, ok fyrir neðan Bœ, ok
svá til Flókadalsár, ok svá upp á götur fyrir ofan Kálfanes.
Vinnumenn á Bakka stóðu upp í þann tíma ok sögðu til bónda, at
maðrinn var á bak kominn. Hann stóð upp ok brosti ok kvað
þetta .... Sfðan tók hann hest sinn ok reið eptir. Grettir reið þar
til, er hann kvam upp fyrir bœinn á Kroppí; þar fann hann mann,
er nefndist Halli, ok kvazt fara skyldu ofan til skips á Völlu.
Grettirkvað vísu . . Oknú skilja þeir, ok fór Halli ofan eftir götum
ok allt ofan at Kálfanesi, áðr Sveinn kvam á móti honum. J>eir
kvöddust skjótt, þá kvað Sveinn... Grettir kvam í Deildartungu;
1) I 39, er þetta eins, að því er séð verðr, enn B. sleppir: »skamt frá
Bœ ofan«.
2) Eg hefi og skilið þetta á sama hátt fyrir löngu,þvíað fyrir mörgum árum
fór eg meðal annars upp í Borgarfjörð, og vestr í Breiðafjörð, mestmegnis
til að skoða sögustaði, forntóttir, og þéss konar menjar. A eg enn bæði
það, sem eg skrifaði um Laxds. og fl., og get sýnt það. þá hafði eg þó ekki
séð neitt hdr. af Laxds. nema Kh. útg.