Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 93
87
skap’. ,Hvárt er Helgi nú heima’, segir forgils, ‘ek vilda skora á
hann til viðrtöku’. Hinn spyrr, hvat hónum væri áhendi. forgils
svarar : ‘Ek varð sekr í sumar á þingi; vilda ek nú fá mér traust
nokkurs þess mannz er mikill væri fyrir sér; vilda ek þar í mót
veita hónum fylgð mína ok þjónustu. Skaltú nú fylgja mér heim
til bæjarins til fundar við Helga’. Hann svarar : ‘Vel má ek þat
gera, at fylgja þér heim ; því at heimil mun þér gisting nátt-langt;
en eigi muntú Helga finna, þvíat hann er eigi heima’. Spyrr f>or-
gils þá, hvar hann væri. Hann svarar, kvað hann vera at seli
sínu, þar sem heitir í Sarpi. forgils spurði, hvat þar væri manna
með hónum. Hann kvað þar vera son hans Harðbein og tvá menn
Sunnlenzka með hónum, þá er sekir vóru, ok hann hafði við tekit.
þorgils mælti þá, bað hann vísa sér sem gegnst til selsins, ‘þvíat
mérerannt’ segir hann, ‘at hittaHelga’. Húskarlinn gerði sem hann
bað. Ok er hann hafði vísat hónum leiðina, þá skiljaz þeir. Snýr
f>orgils þegar í skóginn ok til förunauta sinna, ok segir þeim,
hvers hann er víss orðinn um hagi Helga. Munu vér nú dveljaz
hér nátt-langt en venda ekki fyrr til selsins, en mornar'. þ>eir gera
nú sem hann mælti fyrir. Um morguninn riðu þeir forgils upp
eptir skóginum þar til er þeir kómu skamt frá selinu. J>á mælti
í>orgils at þeir munu stíga af baki ok eta dagverð. Svá gera
þeir ; taka af hestum sínum ok dveljaz þar um hríð“.
Nú skal eg bera saman þenna kafla sögunnar við rannsókn-
ina. J>eir f>orgils hafa riðið allan hinn sama veg, sem er þjóðvegr
enn i dag. f>essu öllu er svo rétt lýst, að ekki held eg sé hœgt
að gera það betr. Reykjadalr syðri, nú Lundar-Reykjadalr, er
ákaflega langr dalr, er gengr upp fyrir norðan Skorradal og er
honum samhliða; langr háls, enn ekki breiðr, gengr alt fram á milli
dalanna. Lundr stendr fyrir norðan ána Grímsá nokkru neðar
enn í miðjum dal, og er þó langr vegr upp dalinn þangað. Svo-
sem bœjarleið ofar í dalnum stendr bœrinn Hóll fyrir sunnan ána.
J>ar liggr vegrinn upp á hálsinn og yfir i Skorradal. þegar yfir
hálsinn er komið, þá er riðið á snið niðr fyrir utan Háafell, og svo
upp með vatninu ; milli Háafells og Fitja er heldr löng bœjarleið.
f>egar þeir f>orgils komu upp fyrir vatnið, hafa þeir riðið suðr
yfir ána, yfir dalinn, og upp á milli Yatnshorns og Bakkakots. |>ar
gengr dálítill kriki inn í hlíðina milli bœjanna, þó nær Vatnshorni.
Ur honum gengr lægð alt ofan að á; upp i krikanum er mýrarblettr,
og sést ekki þangað frá Vatnshorni eða neinum af bœjunum fyrir
ofan vatnið. Hér hafa þeir f>orgils verið um nóttina, og er þetta
sá eini staðr, sem þeir gátu leynzt í, og allra helzt þegar hér var
þykkr skógr, þvíað hér í dalnum er mjög þéttbýlt, sem fyrr segir.
Sumir hafa haldið, að þeir |>orgils hafi verið norðan til í dalnum
hinum megin við ána í hlíðinni á móti Vatnshorni ; enn þetta getr