Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 99
93
Nú segir sagan enn fremr: „Nú riða konurnar á braut fjórar
saman. forgils grunaði, at njósn mun borin vera frá þeim ok til
Helga, ok bað þá taka hesta sína ok ríða at þeim sem tíðast, ok
svá var gert. Ok áðr en þeir stíga á bak, reið maðr at þeim þjóð-
sýniliga11. Hér kemr nú Hrappr í ferð þeirra, og sleppi eg grein-
inni um hann.
‘f>eir jporgils tóku reið mikla, þegar þeir kvómu ór skóginum
ok sá nú fjóra menn ríða frá selinu, ok hleyptu þeir all-mikit;
mæltu þá sumir förunautar forgils, at þeir riði eptir þeim sem tíð-
ast. f>á segir f>orleikr Bollason: „koma munu vér áðr til selsins
nökkut, ok vita hvat þar sé manna; þvíat ek ætla at síðr, at hér
sé Helgi ok fylgdarmenn hans, at mér sýniz sem þat sé konur
einar“. þ>eir vóru fleiri er at móti mæltu. J>orgils kvað þorleik
ráða skyldu; þvíat hann vissi at hann var allra manna skygnstr.
Snúa þá at selinu. Hrappr hleypti fyrir fram, ok dúði spjót-spik-
una er hann hafði í hendi ok lagði því fram fyrir sik, ok kvað þá
allt mál at reyna sik. Verða þeir Helgi eigi fyrr varir við, en þeir
forgils taka selit á þeim. Lúka þeir Helgi aptr hurð ok taka
vápn sín. Hrappr hleypr þegar á selit upp ok spurði hvárt Skolli
væri inni. Helgi svarar : „Fyrir þat mun þér ganga sem sá sé
nökkut skæðr er hér býr inni, ok muni hann bíta kunna ekki
fjarri greninu11. Ok þegar lagði Helgi spjótinu um selsglugginn
ok í gegnum Hrapp, ok féll hann þegar dauðr af spjótinu. J>or-
gils mælti: „Sjaldan er flas til fagnaðar11, bað þá fara varliga ok
gæta sín við slysum ; þvíat vér höfum ærin efni til at vinna Helga
þar sem hann er kominn ; þvíat ek hygg at hér sé mannfátt fyr-
ir“. Selit var gert um einn ás, ok lá hann með göflum ; stóðu
og öðrúm sögum, að atburðrinn væri sannr, þ. e. að þar væri einungis
drepið á hann í fám orðum—þess konar kemr oft fyrir í Landn., enn ná-
kvæmara er þar oft ekki sagt frá—ef þetta væri nú þannig, þá kynni
þeir, sem mjög eru gefnir fyrir að byggja á munnmælum, vilja taka þetta
gilt, að þeir þorgils hefði verið að dagverðinum niðr hjá Dagverðarnesi,
með því að þar er örnefni kent við dagverð, enn alls ekki uppi hjá
Sarpi. þetta dœmi sýnir, hvað munnmælin geta verið varasöm, og hvé
ógeranda er að byggja á þeim eingöngu, eða að blanda þeim saman við
históriskar sögur.
Til er og önnur munnmælasaga um þetta efni; enn hún er hinni fyrri
gagnstœð, og er að því leyti nær hinu rétta: Litlu neðar í hlíðinni, (þ. e.
neðar í dalnum), enn upp undan krikanum, þar sem þeir þorgils munu hafa
setið að dagverðinum, er ofrlítill hnúkr, sem kallaðr er Sáta. þar er mælt
að þeir hafi setið neðan undjr, enn smalasveinninn legið uppi á hnúknum ;
nafnið Sáta á að vera komið af því, að þeir þorgils sátu þar fyrir neðan.
Eg held þó, að það nafn varla geti verið komið af þessu, heldr af lögun
hnúksins, þvíað fleiri klettar eru með því nafni; einn er t. d. úti í Svínadal.
Ekki verðr heldr sagt, að þeir þorgils hafi haft dagverð niðr í Dagverðar-
nesi, þegar þeir fóru til baka, þvíað sagan ségir, að þeir fóru þá hina sömu
leið, sem sfðar skal getið.