Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 101
95
að ríða yfir, af því að það var milli þess staðar, sem þeir sátu, og
selsins, sem fyrr segir, þá hafa þeir séð konurnar, sem riðu niðr
frá Sarpi og ofan að ánni1 og ætluðu ofan að Vatnshorni. Á milli
þeirra bœja er nokkuð löng bœjarleið. þ»eir Helgi vóru mjög
framseldir, þvíað svo bráðan bar að. pað hefði kunnað að vera
betra ráð fyrir þá, að ríða undan; enn menn slíkir sem Helgi
tóku sjaldan það ráð, þegar þannig bar undir.
Eg skal og taka það fram, að þegar þeir porgils komu að sel-
inu, þá segir Kh.útg., að Hrappr hijóp upp „at“ selinu. f>etta „at“
er eigi fullkomlega rétt; það segir sig sjálft, að Hrappr hefir kall-
að inn um selsgluggann og spurt, hvort skolli væri inni; þvíað
Heigi lagði spjótinu út um gluggann og i gegn um hann. Enn nú
vóru í þann tíma engir gluggar hafðir á hliðveggjunum á íveru-
húsum, heldr neðarlega á þakinu. þ>að er því réttara : upp „á“
selit, sem öll þessi handr. hafa : 309, sem fyr segir, J. S. hdr, B,
og Bm., sem er eitt af þeim hdr., sem Jón Sigurðsson hefir við
haft. þetta sýnir, hvað einn einasti bókstafr í handritunum getr
breytt töluvert meiningunni, ef nákvæmlega skal athuga. J>ar að
auki hafa bæði B. og Bm. um Hrapp : féll hann nú dauðr „ofan
af selinu“, þar sem hin hafa : „af spjótinu“. J>etta er að vísu lika
rétt, þegar áðr er búið að segja, að hann hljóp upp „á“ selið, enn
í sambandi við það, er þetta því fyrra alveg samkvæmt. B. hefir
líka : var „einfalP‘ þak á selinu, þar sem hin hdr. hafa : „einart“,
en einart þak þýðir einfalt þak, sbr. Cleasby Icelandic English
Dictionary, Oxford MDCCCLXXIV, bls. 120, undir orðinu „einarðr“.
Með því þakið var einfalt, og ekki gróið, áttu þeir hœgt með að
rífa það af. Eg hefi og þekt þann sið, að þegar t. d. hús eru
bygð að vorinu til, þá er fyrst þakið með hálfþurru torfi undir
þakið, og grasrótin þá látin snúa inn. Getr þá þakið ekki vel gró-
ið. Síðan er að haustinu þakið með blautu torfi nýskornu, og gras-
rótin látin snúa út. J>egar tvöfalt þak er orðið vel gróið, er ekki
allhœgt að rjúfa það, nema stinga það með páli, eða skera með ljá.
petta kemr þvi alt vel heim.
J>eir Helgi vóru alls fimm í selinu með smalasveininum, eins og
sagan segir; þrír vóru vegnir, og er sagt frá sárum og lífláti hvers
1) Áin, sem rennr eftir dalnum og ofan í vatnið, heitir Fitjaá; hingað og
þangað í allri ánni, ofan undir Fitjar, eru smáfossar; þeir, sem eru næst
Sarpi, heita þannig: Keilufoss, Kvíafoss og Stekkjarfoss; enn enginn
veit til, að neinn af þessum fossum hafi nokkurn tíma heitið Sarpr. Mér
sýnist engin ástœða til að halda, að nafnið Sarpr standi í nokkru sambandi
við þessa fossa, eins og Kálund sýnist ætla, I. bls. 310 neðanmáls. Bcer-
inn Sarpr dregr eflaust nafn af kvosinni, sem hann stendr í, sbr. sarpr í
rjúpum og hœnsum, sem er þeirra forðabúr = ílát; menn segja og »að tína
í sarpinn«.