Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 104
98
inni1, reyndist hér við gröftinn eins og það leit út fyrir að vera. Eg
kastaði upp rnynd af tóttinni, eins og hún leit út, áðr enn hún var
grafin, sem ekki er prentuð. Tótt þessi hefir verið kölluð hoftótt,
svo lengi sem menn muna og vita. Hún hefir og fornleg einkenni, og
ber það með sér, að henni hefir ekki verið breytt á síðari tímum.
Laugardaginn, 6. sept., snemma um morguninn byrjaði eg að
grafa út tóttina; hafði eg 4 menn í vinnu, og gékk verkið vel
fram um daginn ; gróf eg hana alt að innan ; miklar grjóthleðslur
vóru í tóttinni alt í kring, og mjög margvíslega hlaupnar inn. Lét
eg fyrst grafa með þeim umhverfis, og alls staðar niðr fyrir neðstu
undirstöður, og hið innra ofan úr hinu upprunalega gólfi, og ofan
í möl. J>annig gróf eg bæði aðalhúsið, afhúsið og útbygginguna;
enn hér lá mjög djúpt á öllu þessu. í aðalhúsinu fann eg stein-
leggingu eftir miðju gólfinu, og steinaröð lagða þvert yfir tóttina,
þar sem steinleggingin endar að innanverðu. Sjá myndapl., er
hér fylgir með riti þessu (mynd af „Hoftótt á Lundi i Syðra Reykja-
dal“). Steinleggingin var vel saman feld af steinum sléttum að ofan,
og var hið innra jafnhá hinu upprunalega gólfi ; enn til beggja
hliða vóru lagðar steinaraðir af stœrri steinum, sem stóðu upp og
miklu hærra bar á; og mynduðu sem upphækkaðar brúnir báðum
megin við steinlegginguna; þessar steinaraðir náðu og nokkuð
lengra inn, enn hin lægri steinlegging, sem var í miðjunni, og inn
fyrir steinaraðirnar, er lágu þvers um ; sjá myndina. Alt þetta
sýndist mér mjög lítið úr lagi gengið, og teiknaði! eg það svo ná-
kvæmlega, sem eg gat. Eg held eg megi fullyrða, að steinarnir
eru sýndir jafnmargir í röðunum, sem liggja þvers um, og eins í
framhaldinu af brúnunum á steinleggingunni báðum megin. Eins
reyndi eg að sýna, sem eg gat, hlutfallið í stœrðinni á þessum
steinum, enn ekki var fyrir mig allhœgt að gera þess konar svo
nákvæmt. þ>ar á móti sýni eg veggi tóttarinnar beina, líka því
sem þeir hafa verið upprunalega. f>að væri bæði tilgangslaust og
lítt mögulegt að gjöra ljóst, hversu hleðslurnar vóru ýmislega inn
hlaupnar, og sums staðar klofnar frá í spildum, einkannlega í hlið-
veggjunum. Utbyggingin reyndist hálfkringfótt fyrir endann. f>að
1) þegar eg leit fyrst á þessa tótt, og virti hana fyrir mér, segi eg við mann,
sem hjá mér var: »þessi tótt er um 60 fet á lengd«. Síðan mældi eg hana
og var hún rétt 60 fet vel út fyrir veggina, enn þetta reyndist meira,
þegar eg rannsakaði. þetta segi eg einungis vegna þess, að tóttir reynast
vanalega stœrri, þegar óhaggaðar undirstöður finnast, enn þær sýnast á að
líta, áðr þær eru rannsakaðar. þetta kemr einkannlega af því, að veggir gam-
alla tótta falla mest inn um leið og þeir smáhrynja. þetta er og eðlilegt,
þvíað veggir eru vanalega hafðir að sér dregnir að utan, enn beinir að innan.
þetta er þeim kunnugt, sem nokkra þekkingu hafa og reynslu á þess
konar.