Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 106
IOO
var mikið i sjálfu sér; enn mikið má létta verkinu, með því að fara
haganlega að öllum greftri. f>etta lærist manni sem annað, þegar
nœg reynsla er fengin.
Sunnudaginn, 7. se.pt., teiknaði eg upp hoftóttina, var við messu,
gerði síðan dagbók mína það sem dagr vanst, var á Lundi um
nóttina.
Alls hefi eg nú fundið og rannsakað 6 hoftóttir, og þó reynd-
ar 7; fleirum veit eg þó af; fimm af þessum tóttum eru stærstar,
og hafa allar hin sömu aðaleinkenni. Hin fyrsta er blóthúsið á
J>yrli, önnur i Ljárskógum, þriðja á Rútsstöðum, fjórða á Seljalandi
undir Eyjafjöllum, og þessi hin fimta. Um allar þessar tóttir er talað
í undanfarandi árbókum. Svo og eru þar myndir af þeim, sem
kunnugt er, nema ekki enn af tóttinni á Seljalandi; af henni er
þar ekki ennkomin lýsing. þ>ó að hoftóttin í Ljárskógum sé stœrst
af þessum öllum, þá hefir þó þessi hoftótt á Lundi það fram yfir
hana og allar hinar, að hún hefir þessar steinleggingar bæði i aðal-
húsinu og afhúsinu, sem ekki hafa fundizt áðr í neinni tótt, það mér
er kunnugt. Að vísu verðr það nú ekki ákveðið með vissu, til hvers
þessar steinleggingar hafa verið hafðar, einkannlega sú steinlegging,
sem er í aðalhúsinueftir miðju gólfi, sem var 5% fet á breidd; ennlíklegast
þykir mér.að hér sé fundinn hinn forni arimi, þ. e. eldstœðið, sem lang-
eldarnir vóru hafðir á lengsetis eftir miðjugólfi.og að þessar steinaraðir,
eða upphækkuðu brúnir, sem eru báðum megin við steinlegging-
una, hafi verið hafðar til þess að varna því, að eldrinn hryti út
á gólfið. Ella fæ eg ekki skilið, hvað þessi steinlegging hefir verið.
Eg skal þó ekki fullyrða þetta að sinni; vera má, að fleira þess kon-
ar finnist til samanburðar ; enn einhvern veginn hefir arininn hlotið að
vera líkr þessu, þar sem hann var eftir miðju gólfinu, og það er ljóst,
að hann hefir verið einhvers konar steinlegging allr gerðr úr grjóti1.
j>að er víst, að langeldar vóru hafðir bæði í hofum og veizluskál-
um, og nafnið eldhús er dregið af langeldinum. Hið skrautlega hús,
er Olafr pái lét byggja f Hjarðarholti, er kallað eldhús, enn um
það orti Ulfr Uggason hið fagra kvæði, sem var kallað Húsdrápa.
Nokkrar vísur eru enn til af því prentaðar aftan við Laxd. Kh. útg,
SjáLaxd. bls. 114. og386—392. Heimskr. segirbls. 93 um hofið á Hlöð-
um : „Eldar skyldu vera á miðju gólfi i hofinu ok þar katlar yfir;
skyldi full um eld bera“, sbr. Árb. fornleifaf. 1880—81 bls. 84. Fagr-
skinna bls. 150: „j?á var títt höfðingjum at bera öl um eld, ok
drekka á öndvegismann sinn“. J>að er og tekið fram í Melabók,
1) j>ess vegna kallar Egill Skallagrímsson Arinbjörn »Grjótbjörn«: »því-
at grjótbjörn of gœddan hefir | Preyr ok Njörðr | at fjár-afli«. Arinbjarnar-
drápa, 18. er.