Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 110
104
inn fór á hann. þjóstólfr huldi hræ hans með grjóti ok tók af
hánum gullhring. hann gekk þar til, er hann kom til varmalækj-
ar. hallgerðr var úti ok sá, at blóðug var öxin. hann kastaði til
hennar gullhringinum. hón mælti ‘hvat segir þú tíðenda? eða hví
er öx þín blóðug’. hann svaraði ‘eigi veit ek, hversu þjer mun
þikkja, ek segi þjer víg glúms’. ‘þú munt því valda’ segir hón.
‘svá er' segir hann. hón hló at ok mælti ‘eigi ert þú engi i leik-
inum’. hann mælti ‘hvert ráð sjer þú fyrir mjer nú?’ ‘far þú til
hrúts föðurbróður míns’ segir hón ‘ok sjái hann fyrir þjer’. ‘eigi
veit ek’ sagði þjóstólfr ‘hvárt þetta er heilræði ; enn þó skal ek
þínum ráðum fram fara um þetta mál’. tók hann þá hest sinn ok
reið á braut ok lýkr eigi ferð sinni fyrr en hann kom á hrútsstaði
um nótt. hann bindr hest sinn á bak húsum—gengr síðan at dur-
um ok lýstr á högg mikit. eftir þat gengr hann norðr um hús-
in. hrútr hafði vakat ok kippti uppháfum skóm á fætr sjer, fór í
treyju ok tók sverð í hönd sjer. hann vafði möttli um vinstri hönd
sjer ok upp um handlegginn. menn vöknuðu við, er hann gekk
út. hann gekk norðr um vegginn ok sá mann mikinn ok kenndi,
at þar var þjóstólfr“.
Lengra þarf eg hér ekki að taka, þvíað eg hefi minzt á fall
Þjóstólfs og gert tilraun til að leita að dys hans í rannsókninni í
Breiðafjarðardölum, sjá Árb. fornleifaf. 1882, bls. 91. Enn nú
skal eg þá bera saman rannsóknina við orð sögunnar. Lundar-
Reykjadalr er mikill dalr og ákaflega langr, sem fyrr segir. feg-
ar kemr langt upp í dalinn, skiftist hann í tvent. Áin, sem rennr
eftir syðra dalnum, er nú vanalega kölluð Tunguá, enn menn þar
sögðu mér, að þeir myndi það og vissi, að hún hefði áðr verið
kölluð Baugagil eða Baugsgil, og til sannindamerkis um þetta,
stendr bœr eða kot örskamt frá ánni að sunnanverðu, sem heitir
Gilstreyun, og dregr það nafn af Baugagili. Sú á, sem rennr eft-
ir nyrðra dalnum, heitir Grímsd, og því nafni heldr hún, eftir að
árnar eru komnar saman og úr því ; nyrðri dalrinn er nú óbygðr,
enn þar hafa þó verið nokkrir bœir áðr.
Enn þar á móti eru 7 bœir í syðra dalnum, og þar að auki
eru þar nokkrar eyðijarðir1. pverýell heitir enn í dag, og liggr
1) þessar eyðijarðir eru í Lundar-Eeykjadal: l.Búrfell. 2. Almenningr. 3.
Butraldi (allar í Hólshlíð ámilli Hóls og Auðunar- eðalðunnarastaða). 4.Sáð-
mannskot. þaðerfyrirofan Oddsstaði. ð. Andrúnar eða Andróastaðir.það hefir
eyðilagztaf skriðu,ogerá milliArnþórsholts og Skálpastaða. Ollþéssi forn-býli
löngu í eyðil707. 6.Skarðskot hjá Skarði. 7.Kringla; hún er á milli þverfells
og Eeykja. 8. Kleppar, eru f hlíðinni fram með Grímsá fyrir ofan Odds-
staði. 9. Gullberastaða-Grund hjá Gullberastöðum. 10. Grundargerði hjá
Lundi, sbr. og Jarðatal Arna Magnússonar (handrit). Eg skal og hér