Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 119
ii 3
Reykjaholt.
þriðjudaginn 9. sept. var stórviðri og hryðjuveðr; var eg kyr
í Reykjaholti þann dag, því þar var mjög margt að athuga.
Reykjaholt stendr nær í miðjum Reykholtsdal að norðan-
verðu í dalnum nokkuð upp frá ánni Reykjadalsá. Dalrinn snýr
nær í austr og vestr. Hálsinn að norðanverðu við dalinn er mjög
lágr, og nær túnið upp í rœtr hans; landinu hallar öllu ofan að
ánni. Bæði túnið og bœrinn liggr heldr lágt. Bæði fyrir austan
og vestan bœinn eru mýrar smáþýfðar; enn suðr frá austanverðu
túninu gengr móatangi niðr undir ána, enn neðst við hana eru
rennsléttar vall-lendiseyrar, sem víða í dalnum með ánni. Á Ulf-
staða-eyrum taldi eg eitthvað um 60 götur gamlar og mjög svo
vallgrónar, og sýnir þetta, að fjölfarið hefir verið hér í gamla daga.
Úlfstað'ir eru næsti bœr fyrir framan Reykjaholt; enn Hofstaðil’
eru næsti bœr þar fyrir framan. Mjög stutta bœjarleið fyrir utan
Reykjaholt eru Grímsstaðir; enn standa hærra upp í hálsinum.
Skáney er næsti bœr þar fyrir utan, og stendr upp í hálsinum' í
krika. Litlu austar uppi á hálsinum stendr Skáneyjarbunga (“Skán-
eyjarfjall“). Hún er eina teljandi mishæð, sem er á hálsinum að
norðanverðu. Áðr enn eg lýsi meira Reykjaholti, verð eg að tala
um Breiðabólstað, sem hér var fyrst höfuðbœrinn. þ>ar bjó Tungu-
Oddr, sem var höfðingi fram um miðja io. öld. Reykjaholt sýnist
vera bygt úr Breiðabólstaðar landi. Landn. bls. 60, segir: „On-
undr breiðskeggr var son Úlfars Úlfssonar fitjumskeggja, þórisson-
ar hlammanda ; Önundr nam tungu alla milli Hvítár ok Reykja-
dalsár ok bjó á Breiðabólstað ; hann átti Geirlaugu dóttur þormóð-
ar á Akranesi, systur Bersa; þeirra son var Tungu-Oddr1; en
fórhadda hét dóttir þeirra ; hennar fékk Torfi, son Valbrands Val-
þjófssonar, Örlygssonar frá Esjulbergi, ok fylgdi henni heiman
hálfr Breiðibólstaðr ok Hálsaland með“. Ln. segir og bls. 46 neð-
anm.: „jpeir feðgar gerðu félag við Tungu-Odd, af því bjoggu þeir
síðan á Breiðabólstað í Reykjardal hinum nörðra“. Hœnsa-þóris s.
segir bls. 122, að þau Torfi og konahans hafi búið á öðrum Breiða-
bólstað2; oftar er það tekið fram, að Oddr bjó á Breiðabólstað.
Hann er oft nefndr, og kemr mjög við Hœnsa-J>óris s. f*að er
ekki að marka, þótt slikar sögur, sem Bárðar s. Snæfellsáss og Ár-
manns s., segi, að Oddr hafi búið í Deildartungu. Hann er ekki
við hana kendr, heldr við alla tunguna milli Reykjadalsár og Hvít-
1) Eitt handrit neðanmáls bœtir við : »er bjó á Breiðabólstað«.
2) Hún segir, að Torfi hafi átt þuríði, dóttur Tungu-Odds. þetta getr
varla verið rétt, því að Ln. segir bls. 61, að hennar maðr hafi heitið Svart-
höfði.
15