Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 120
ár, þar sem hann hafði mannaforræði. Breiðabólstaðr hinn bygði
liggr i útnorðr frá Reykjaholti, uppi í miðjum hálsi eða ofar; vega-
lengdin mun vera um 400 faðma eða meir. Beint niðr undan
Breiðabólstað, vel 200 faðma, eru fornar rústir, heldr nær Reykja-
holti, ef nokkuð er, enn dálítið út úr beinni línu milli bœjanna ; eru
rústirnar jafnhátt í hlíðinni, og túngarðrinn fyrir ofan og norðan
tún í Reykjaholti. þ>annig verða þær i norð-austr frá Reykjaholts-
bœ. fessar rústir eru nú kallaðar Litli Breiðabólstaðr. þær eru
í hálíþurrum mó, í mýraflatneskjunni; upp af mónum er sléttr melr
er getr verið uppblásið tún. Rústirnar standa rétt við lœkinn,
sem kemr niðr vestanvert við Breiðabólstaðartún og er bœjarlœkr
þar; þær eru ekki svo skýrar á parti, enn að minsta kosti svo skýr-
ar, að ekki verðr á því vilzt, að hér eru gömul mannaverk. Tvær
sýnast vera aðal-tóttir; eystri tóttin snýr lítið eitt vestar enn að
vera beint frá suðri til norðrs, það er að segja, alveg upp og niðr
hallann, sem hér er annars lítill. Hún litr svo út, að það er ekki
annað enn þráðbein skora eða lægð, þ. e. að tóttin er svo mjög
samanfallin, og eru hér enn merki þess, hversu tóttir falla alt inn;
enginn er hér þverveggr yfir, og við báða enda stórfelt þýfi. Fyrir
vestan þessa tótt, fast við hana að kalla, er önnur tótt skýrari og
greinilegri, og alveg samhliða hinni. Lengd eystri tóttarinnar er
44 fet, hreidd 12—14 fet; vestri tóttin virðist nú vera lítið eitt
lengri. Hún er 48 fet, breidd 16—17 fet. Hún er í þremr hólfum
að kalla jafnstórum1. Að þessar tóttir sé t. d.jeinhver peningshús,
sýnist ósennilegt, því að bæði eru rústirnar fornlegar, og svo hagar
hér svo til, að þau myndi ekki hafa verið hér höfð ; það er því
víst óhætt að ætla, að rústir þessar eru Litli Breiðabólstaðr, sam-
kvæmt því sem þær eru nú kallaðar. í Árna Magnússonar jarða-
bók (handr.) stendr : „Forne Breiðabólstaður Eiðeból gamalt í
heimalande Reikholts staðar, kallað öðru nafne Litlu Breiðabóstað-
er, hefur aldrei bygt verið í nokkur 100 ár. Má og ekke byggja,
því það vilde gjöra staðnum óbærelega landkreppu“. Breiðaból-
staðr bygði er fremr landlítil jörð, þó að hún sé talin 20 hundruð að
dýrleika.
þ>ar sem eg hefi fundið Reykjaholt fyrst nefnt er í Landn.
bls. 151: „Hallbjörn son Odds frá Kiðabergi Hallkelssonar. bróður
Ketilbjarnar ens gamla, fékk Hallgerðar, dóttur Tungu-Odds; þau
voru með Oddi enn fyrsta vetr; þar var Snæbjörn galti. Oástúð-
legt var með þeim hjónum. Hallbjörn bjó ferð sína um várit at
1) Síra þórh. Bjarnarson, prófastr í Reykjaholti, hefir mælt fyrir mig
tóttir þessar; eg er honum og þakklátr fyrir ýmsar upplýsingar um
þetta efni.