Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 122
Reykjaholti. Sagði hún mér, að maðr hennar hefði fœrt bœinn fram
á hlaðið og suðr á við, og fœrt hann alveg úr stað. Sá bœr, sem
gamalt fólk vissi um áðr Reykjaholti, og sem síra Eggert lét
breyta, stóð austar enn þessi bœr, sem síra fórarinn fœrði; hann
stóð rétt upp undan lauginni, og þar sem fjós, heygarðr og útihús-
ih standa nú. J>etta skrifaði eg upp eptir Ingibjörgu, og að bœj-
arflutningnum var hún sjálf sjónarvottr, enn hafði hitt heyrt sagt
um hinn gamla bœ, sem var, áðr síra Eggert lét breyta. Hún
sagði mér og, að Sturlungareitr heiti i kirkjugarðinum, á vinstri
hönd, þegar gengið er inn úr sáluhliðinu, þar fram við garðinn;
enn ekki nær hann innar að kirkjunni. fetta er enn sönnun fyrir,
að kirkjan stendr á sínum gamla stað, þar sem hún stóð á dögum
Snorra, enda sést hvergi annarstaðar i Reykjaholti votta fyrir nein-
um gömlum kirkjugarði eða kirkju.
Suðr frá bœnum gengr brekka mikil, há og brött, sem mynd-
ar hól að sunnanverðu, og er hann kallaðr Laugarhóll. Hann er
sléttr að ofan, og er þar fallegt uppi á; landsunnan undir brekk-
unni er laugin, og er bratt mjög upp frá henni á þann veg. í
austr landnorðr, langt upp frá lauginni, er hver. sem heitir Skrifla,
og þar nálægt annar, sem heitir Dynkr. í báðum er sjóðandi
vatn ; úr Skriflu gengr lokræsi undir jörðunni ; það eralt úr höggn-
um steini, sem maðr getr séð; frá Skriflu ofan í laug er 175 álnir;
þar af eru 30 álnir frá miðju hversins að lokræsinu; það er að
segja, vatnið rennr fyrst úr hvernum í opnum stokk, þangað til
það kemr í lokræsið. Laugin er kringlótt og um 12 fet í þvermál,
og um 3 fet á dýpt, allr botninn í lauginni er steinlagðr úr höggnu
grjóti, og er hann hæstr í miðjunni, en lægri utan með ; öll laugin
umhverfis er hlaðin upp úr höggnum steini, og er neðst lágt þrep
alt í kring, og svo barmarnir hlaðnir þar upp af. Úr lauginni má
aptr hleypa vatninu, svo hún verði nær þur. Er þar gat með eir-
hólk innan , og þar tappi í. Allt þetta er vel gert og haganlega
til búið. Vatnið í lauginni má kœla hœfilega, bæði með því að
hleypa hinu heita vatni út úr stokknum fyrir ofan lokræsið, eða
með því að veita köldu vatni inn í hann, sem þar er auðfengið
nema í þurkatíð. Laugin liggr mjög lágt, og er einkannlega í
skjóli við laugarhólinn bæði fyrir norðri og vestri. Frá lauginni
og upp að fjósdyrunum er styzt. J>að er nær 100 fet; þetta á
vel við afstöðu hins forna bœjar frá lauginni, og þær dyr, sem
sagan talar þar um. Síra Vernharðr, sem var prestr í Reykjaholti,
lét gera við laugina 1858. þ>að gerði porsteinn steinsmiðr Jakobs-
son frá Húsafelli. Hann er nú dáinn. Hér er reyndar ekki full-
kunnugt, hversu mikið; enn mest mun það hafa verið það, að hann
hreinsaði laugina vel upp, þvíað jarðvegr hafi myndazt kring um
hana, sem var fallinn ofan í, og svo mun hann hafa gert eitthvað