Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 137
nú er kallað Snagavað, sem er all-tíðfarið, og er skamt fyrir aust-
an Sámstaði, sern er næsti bœr fyrir ofan Há'vafell, enn sá bœr er
næstr fyrir framan eða ofan f>orgautsstaði. Síðan hafa þeir farið
upp á íjallið, helzt að utanverðu við Sámstaði, og þá á fund þeirra
Barða. Nú hljóta þeir Barði að hafa farið ofan eftir fjallinu
á bak við Hávafellshnapp, og út á brúnina, fyrir ofan jþorgauts-
staði. Hér er engin mannaferð um, nema af smölum ; er þó alt
greiðfœrt. Brekka sú, sem þeir Barði höfðu efri eða efstu setuna
í, er eflaust brekka sú, sem heitir Langabrekka; hún er efst uppi
í brúninni upp frá þ>orgautsstöðum. |>ar má leynast, og sést á
Gullteig, sé gengið hærra upp, enn neðar i hlíðinni hefir næsta
setan verið, enn staðinn er ómögulegt að ákveða.
þorgautsstaðir standa undir hlíðinni, næsti bœr fyrir framan
Fróðastaði, sem fyrr segir. Landslagi og túni hallar öllu niðr að
ánni, sem er skammr vegr, þannig að áin neðan til undan bœnum
snarbeygist norðr á við, og rennr þar skamt frá túninu, og þá nær
Síðunni úr því. Skamt fyrir utan bœinn hygg eg óhætt að á-
lykta, samkvæmt orðum sögunnar, að Gullteigr hafi verið. Hann
liggr í töluverðum halla, og er það graslendi stórt um sig. þessi
teigr er ekki sléttlendi, heldr víða með smálautum, börðum, og slétt-
um bölum; þar er bæði mýri og valllendi. Teigrinn hefir auðsjá-
anlega mikið spillzt frá því í fornöld, þvíað nú á síðustu 40 árum
hafa menn sjeð honum muna. f>annig hafa með tímanum viða
myndazt flög. J>ó er teigrinn slægjuland frá J>orgautsstöðum ann-
aðhvort ár, enn hafðr til beitar hitt árið. Nafnið Gullteigr helzt
nú ekki lengr við, heldr er hann nú í daglegu máli kallaðr Teigar,
fremri og ytri Teigr. |>að er að sjá á sögunni, að þeir þorgauts-
synir hafi verið að slá á heimri Teignum, sem er nær bœnum, og
kemr það heim við það, þegar verkinu var nær lokið, að þeir hafi
byrjað á ytra Teignum fjærst bœnum. Fyrir neðan Teiginn eru há
melabörð og brekkur neðan undir, og hvammar með ánni og þar
mjög skamt niðr að henni. Af heimri Teígnum, þar sem Gfsli
mun hafa verið að slá, og heim að hinum gamla túngarði, sem sést
varla fyrir, er kringum 250 faðma. J>etta er þó ekki mælt nema
eftir augnasjón. þormóðr mun hafa slegið neðst á Teignum ; þess
vegna fékk hann ekki ráðrúm til annars en hlaupa heim að bœn-
um ; enn aftr á móti hafa þeir Ketill og Gisli verið nær bœnum;
því lá það beinast við fyrir þá að hlaupa heim, þegar enginn
þeirra náði vopnunum. Fyrir ofan Teiginn er landslagi þannig
háttað, að það er með smábörðum, svo að þeir Barði gátu leynzt
þar í nánd við Teiginn, að þeir sæist ekki, einkannlega þegar þar
var alt skógi vaxið fyrir ofan. f>ar er nú enginn skógr. Á þ>or-
gautsstöðum stendr nú smiðjan austast af bœjarhúsunum. Um
enga aðra smiðju eða smiðjustœði vita menn þar nú.
1 7*