Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 143
‘37
hlaðinn úr stórum steinum, og vóru þeir hlaupnir ofan í hann. Eg
náði nokkru upp úr honum, enn þá greip okkur myrkrið um kveldið,
enn okkr sýndist öllum hið sama, að þetta hefði brunnr verið.
Niðr frá hólnum og umhverfis hefir verið tún. þ>að var sjáanlegt
á hinum þykkva jarðvegi og þúfum, sem þar vóru. þ>að var sem
sýndist móta fyrir sumstaðar, þar sem túnið hefir endað, enn eptir
því hefir það ekki verið stórt; en vera má, að það hafi náð miklu
lengra; á tveim stöðum sýndist sem votta fyrir túngarði; þó var
það mjög óglögt. Umhverfis hólinn, og einkannlega upp frá, er
nú hoit og grjót og blásið; enn þó sjást eftir smárunnar sumstað-
ar. Gjallstykki og viðarösku fann eg í tveim stöðum niðr frá hóln-
um. Gunnar Hlífarson lét húsa upp bœinn í annað sinn, þar sem
hann nú er, því þeir skiftu um bústaði, Hersteinn Blundketilsson
og hann; hér hafa h'klega áðr staðið fjárhúse ða önnurúthýsi; þar
er og gott vatnsból, því lœkr rennr í djúpum farvegi úr hlíðinni
á snið, og utan til rétt við bœjarvegginn.
þ>egar þessu öllu var lokið, fór eg ofan að Norðtungu seint
um kveldið.
þriðjudaginn 16. sept lauk eg við teikninguna af skálanum,
og gjörði síðan dagbók mína allan dag til kvölds.
Fyrir norðan taglið á hálsinum, er fram gengr að norðanverðu
við Ornólfsdal, stendr bœrinn Helgavatll. þ>eir hafa því verið ná-
búar Blundketill og Hænsa-J>órir, enn Norðtunga stendr miklu neð-
ar, á sléttlendi, sem áðr er sagt, fyrir neðan Norðtunguskóg, sem
er mjög fallegr. í Norðtungu úti í túninu hjá ánni er sýnd hoftótt,
er snýr í útsuðr og landnorðr; þar sýnist vera lítið afhús í hinum
heimri enda, enn tóttin er svo mjög aflöguð, að ekki er hún rann-
sóknarverð, og með því líka að ekkert grjót mun í henni vera,
því það er ekki hér að fá. Tóttin er 7—8 faðmar á lengd1.
1) Eg sá í Norðtungu meðkenningarbréf um eignarskipti milli Daða
bónda Guðmundssonar og Guðmundar Snorrasonar um Norðtunguland
árið 1559; þar er talað um stórustofu með bjórþili, og einnig um skála
með örtd. I sambandi við þetta skal eg geta þess hér, að þegar eg var á
Vestfjörðum 1882, spurði eg þar upp ýms forn nöfn, bæði á gömlum bygg-
ingum og fleiru, sem eg hafði hvergi annarsstaðar heyrt, enn sem koma
fyrir í vorum fornu sögum. A Vestfjörðum, einkum í Arnarfirði sumstað-
ar, eru endarnir á baðstofum kallaðir bjórar, og gluggi sem þar er á fyrir
ofan bitann, kallaðr bjórgluggi; bœjardyr eru og kallaðar önd. Gluggi
er kallaðr Ijóri, samkvæmt því, sem nœg rök_ má leiða að, að hliðarglugg-
arnir á þakinu neðan til voru kallaðir hér á Islandi í fornöld, enn ekki
reykberinn eða stromprinn upp úr mœninum á húsinu; hann er þar vestra
nú oft kallaðr gola. Biti er kallaðr pvertré, og sylla brúnás, sbr. Njálu
bls. 671. Enn fremr skal þess getið, að lítil ausa eða sleif er kölluð kceg-
ill; einn af Dugfússonum hét Björn kœgill eða Kœgil-Björn; um hann er
talað í Sturlungu, og verðr þá nafn hans Ausu-Björn, eða Sleifar-Björn.
18