Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 145
Alþingis Catastasis.
(Búðaskipun á alþingi)1.
Lýsing sú, sem hér er prentuð í fyrra dálki, er tekin eptir
handriti í bók, er Bjarni amtmaðr Thorsteinsson hefir átt, enn
nú er eign erfingja hans (Miscellanea Islandica, nr. 8) og eru í henni
allmargar ritgerðir, sem eru tilgreindar í efnisyfirliti framan við
bókina. Catastasis er þar þannig tilfœrð með hendi Bjarna amt-
manns:
„Alþingis Catastasis, eður um búða-stöðu á Alþingi, af Lög-
manni Sigurði Björnssyni. Pag. i“.
Enn á auðri opnu áðr enn handritið byrjar, er einnig ritað með
hendi Bjarna:
„|>að eptirskrifaða frá S. i. til 80 incl. er með hendi lands-
yfirréttar-Assessors B. Gröndals, enn seinni parturinn með hendi
Amtmanns B. Thorsteinssonar, þá hann (var) unglingur, undir tví-
tugsaldur.
Th.“
í skrá yfir bœkr Bjarna amtmanns, er Páll Pálsson stúdent,
-{• 1877, hefir ritað, stendr:
„Alþingis Catastasis af Sig. lgm. Björnssyni.“
Alþíngis Catastasis
eptir sogn fyrri manna:
(NB. In margine hefr Arni
Magnusson skrifat: eptir bendi
Sigurdar Biornssonar Logmanns
aptarst í bók i folio sem
tilheyrir Sigurdi Sigurdssyni
yngra).
Flosabúd var nordr lengst
vestanfram undir fossinum, nu
at mestu afbrotin Ao. 1700.
Alþingis Catastasis
eftir þjóðólfi, 3 ári, 2. maí 1851,
nr. 66—67, bls. 269.
Flosabúð á alþingi var norð-
ur lengst vestan fram undir foss-
inum, en að mestu afbrotin 1700,
1) Nærfelt samhljóða búðaskipun ér prentuð í Kálund: Historisk-topo-
grafisk Beskrivelse af Island, II 405, eftir handriti í safni Árna Magnúss'onar.
18*