Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 152
146
smjörs. Dómkyrkjupresturin ifirheirði úr Ponta og Bibljukjarna á
hvurjum fimtudeigi og sunnudagskveldi; þá komu ekki Rector og
Conrector í Skóla; á Mánudögum var glímt inni skóla, en mátti ei
utanskóla eða úti. Componendum á þriðju og föstudögum og laug-
ardögum af dönsku á latínu, explicandum á miðvikudögum; á bekk
og borði voru jafnmargir; æfingarstílar voru firstu vikuna, síð-
an examenstill og so disponerað, og þá haldin latínsk ræða af
rectore- Skóla var sagt upp ætíð í vikunni firi Hvítasunnu. Bisk-
up hjeldt examen á vorin, nl. Componendum og explicandum.
Author. lesnir: Nepos, Sallustius, í Livio, í Virgil og Ovidio ex
Ponto og Metamorphosi. Olmusur voru 20; sumir feingu heila,
sumir hálfa, og firi þessa peninga keiptu þeir að stiptprófasti smjör 45
[0: skl.] smjörfjórðunginn, fiskavættina á 90 og korn eptir kaupstaðar-
verði, sumir keiptu grautaraska af vinnufólki einu sinni á dag fyrir
5 rbd. um veturinn með súr og mjólk, og átu það í búri, sumir keiptu
ekki vökun en drukku blöndu, en átu útvigt sína í einhvurjum
kofa í bænum um miðjan dagin og tóku sjer bita eptir fyrstu
agenda á morgna og eins á kveldin; piltar keiptu sjálfir þjónustu
af stúlkum i bænum firi 4 mörk hvur; svefnloptin voru 2 og 4 rúm
í hvurju og sváfu 4 og fim í hvurju; 2 rekkvoðir voru festar
saman undir og ifir og 2 brekán, sem prófasturinn lagði til; sjálfir
máttu piltar búa um sig; loptin láku og fraus í þeim; bekkur og
borð var í sama húsi, borð var i sama húsi, so sínir sátu og skrifuðu
hvurju meigin og var þar óþolandi kuldi. Á hvurjum sunnudeigji
fóru pilltar i kirkju, sátu allir í kór, bekkur annarsvegar, borð
annarsvegar, skó lögðu pilltarsjer sjálfir til; aldrei smakkaðist kaffi;
mölun á korni keiptu piltar sjálfir, iofiska á J/2 tunnu, en biskup
ljeði kvörnina ókeipins, en þjónustur gjörðu brauðin ; sumir keiptu
kindur, en þjónustur suðu; piltar unnu á sumrin heima alla vinnu.
þ>egar piltar veiktust, lágu þeir í loptum sínum, en læknirinn sóktur,
þó ekki uppá kostnað pilta, eingi var þeim hjúkrun veitt nema máskje
thevatn, flestum gaf hann að laxera á haustin ; skólin var til altaris á
haustin; flestir fóru heim um jól og páskana, áttu frí öll jólin til þrett-
ánda og páskavikuna. Piltar útlögðu verbo tenus N. T. grekum
á latínu. Notarius Scolæ, Templi et platearum nóteraði á hvurju
laugardagskveldi. Piltar feingu frí ljós í skóla, en máttu leggja sjer
til ljós í rúmi sínu. Allir höfdu mussuföt spari og hvurn dag og
skotthúfur og mórauða sokka. Háttað var, þegar stjörnur voru
milli Nóns og Miðaptans, farið á fætur um birtingu. Skólatíð var
skjémst 5 ár nl. Sra. Jónas, en 12 ár leingst nl. Sra. Sigvaldi.
A, Th.