Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 157
Að lokum skýrði formaður fjelagsins, Árni Thorsteinson, frá því,
að hann sökum ýmissa anna œskti þess, að mega fœrast
undan kosningu í stjórn fjelagsins, er hann nú ásamt öðrum hefði
haft á hendi, frá því að fjelagið var stofnað 1879, og þakkaði hann
fjelagsmönnum fyrir það traust og velvilja, er þeir hefði sýnt hon-
um, enda hefði hann og þurft að njóta sjerstaks umburðarlyndis af
þeirra hálfu, er hann aldrei hefði stundað fornfrœði, eða getað
sökum annara skylduverka lagt svo mikið í sölurnar fyrir fjelagið,
sem vera skyldi og hann sjálfur hefði viljað. Eptir nokkrar um-
rœður var sama stjórn og áður endurkosin.
y.
Reíkningur
yfir tekjur og gjöld fornleifafjelagsins fyrir árið til 2. dags
ágústmánaðar 1885.
TEKJUR:
kr. a.
1. í sjóði frá fyrra ári....................................700 37
2. Tillög fjelagsmanna......................................223 24
3. Styrkur úr landssjóði....................................300 „
Samtals 1223 61
GJÖLD:
kr. a.
1. Borgað til rannsókna.............................217 50
2. Kostnaður til árbókar 1884 og 1885...............540 42
3. Ymisleg gjöld.................................... 9 16
4. í sjóði hjá gjaldkera............................456 53
Samtals 1223 61
Reykjavík 29. júlí 1885.
Magnús Stephensen.
VI.
Stjórnendur fornleifafjelagsins og fjelagar.
Stjórnendur:
Formaður: Árni Thorsteinson, landfógeti, R.
Varaformaður: Sigurður Vigfússon, umsjónarmaður forngripasafnsins