Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Qupperneq 21
21
fjórðungi of hátt, svo að ekki var von að mennirnir vildu gjalda.
Loks varð það að sætt, að þeir biskup guldu »6 hundruð vaðmála«
sem gerir 36 álnir (= 6 aura) á mann, eða tæpan helming hins lög-
lega gjalds, ef hjer er átt við álnir, og virðist það sennilegt, þar
sem mennirnir bjuggust við að greiða annað eins, eða rúmlega það,
í Noregi. En ef átt er við aura, koma 36 aurar á mann, sem verð-
ur nær þrefalt við rjetta iandaura. Af þessum stað má ráða að
hundrað vaðmála sje alstaðar, þar sem það kemur firir, = hundrað
á 1 n i r vaðmála, en það kemur íirir á þessum stöðum: Sturl. Oxf.
I 13., 214., 218. og 346. bls. II 65. bls. Af þvi að vara er haft í
sömu merkingu og vaftmál (t. d. Sturl. Oxf. II 65. bls.) má ráða, að
hundrað vöru, þar sem það kemur firir, sje = hundrað vaðmála, og
að átt sje við álnir á þessum stöðum: Sturl. Oxf. I 111. og 159. bls.
Sturl. Oxf. I 215. bls. segir, að Guðmundur biskup bauð firir
legorðsmál Skærings klerks »6 hundruð«, »ok Tcallar pat meirr enn
tvá lögréttu«. Einn lögréttr var 6 merkr lögaura = 48 sex álna
aurar = 2 hundruð (2X120) álna vaðmála og 48 álnir að auk.1)
Tveir lögréttir verða þá 4 hundruð (4X120) álna vaðmála og 96
álnir að auk. Ef hjer á þessum stað er átt við álnir, kemur það
alveg heim, að »6‘ hundruð« er meira enn tveir lögrjettir, því að þá
verður þetta rjettur hálfur lögrjettur (1 hundrað 24 álnir) um fram
tvo lögrjettu. Enn ef átt er við þriggja álna aura verða 6 hundruð
sama sem 7 l/a lögrjettir, og orð biskups helber vitleisa.
Þegar Hafliði Másson varð firir áverka á alþingi, gerði hann
sjer af Þorgilsi Oddasini »80 hundraða þriggja álna aura« (Sturl.
Oxf. I 38. bls.) firir áverkann.2) Siðar, þegar Sturla Þórðarson
(hinn gamli) varð firir áverka og var selt sjálfdæmi, kvaðst hann
mundu breita eftir dæmi Hafliða Mássonar, er hann fjekk vansa í
sárafari, og gerði sjer »tvö hundruð hundraða« firir áverkann.
Þetta verður ekki skilið öðru vísi enn svo, að Sturla hafi gert sjer
jafnháa upphæð og Hafiiði, enda kemur það alveg heim, að 80
hundruð 3 álna aura er sama sem »tvö hundruð hundraða«, ef síðari
') Y. Finsen, Orðasafn við Grrág. undir réttr.
*) Hjer skal jeg taka það fram, að það er misskilningur, hjá dr. V. G., er hann
segir (German. ahhdl. 542.-543. bls.), að þeir „átta tigir hundraðaj sem Þorgils
þá af vinum sínum, áður hann kæmi heim af þingi (Sturl. Oxf. I 39. bls.), sje sama
upphæðin og Hafliði hafði gert á þinginu, og hafi nægt til að gjalda allar áverka-
bæturnar. Þvert á móti segir á sama stað, að margir hafi eftir það hoðið Þorgilsi
til sín og leist hann út með stórgjöfum, og að víða hafi verið farið að krefja
fjár um Vestfirðingafjórðung, áður bæturnar vóru allar greiddar. Af þessu leiðir,
að „átta tigir hundraðalí á þessum stað hlítur að tákna 80 hundruð (80X120) álna,
Og er það rjettur þriðjungur hótanna allra.