Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 46
46 Og eg hefi »farið það, sem eg hefi komist« í því að leysa verk mitt þannig af hendi, að það næði tilgangi sínum. Auðvitað hefi eg ekki komist nema, »spor í áttina«: og eg gleð mig við þá von, að að síðar auðnist öðrum að komast lengra. Það mun líka mega segja, að eg hafi »farið það, sem eg hefi komist« í því, að slá fram tilgátum um þau atriði, sem ekki var hægt að fá vissu um. Oetur verið að sumar þeirra þyki djarfar. En eg hefi fylgt þeirri reglu, að láta þær þá sjást, er mér hafa sýnst líkurnar meiri með þeim en móti. Líka hefi eg fylgt þeirri reglu, sem sjálfsögð er, að falla frá tilgátum mínum þá er eg hefi fengið vitneskju um, að annað væri sannara. Komi hér eftir fram vissa um eitt eða annað, sem enn er óvist, þá eiga tilgátur mínar að standa eða falla með sannleikanum. En um eitt vil eg biðja: það er, að þeim verði ekki kastað burt án ítarlegrar athugunar. í einu tílliti má eg með kinnroða játa, að eg hefi ekki »farið það, sem eg mundi hafa komist«. Eg hefi ekki getið nema fárra einna af þeim ótalmörgu, sem á einn og annan hátt hafa veitt mér lið á rannsóknarferðum mínum. Eg hefi þózt verða að sleppa opin- beru þakklæti mínu til langflestra af þeim, til þess að verða ekki of langorður fyrir Arbókina. En nú sýnist mér að þetta muni hafa verið miskilningur, sem eg þarf að biðja góða menn að misvirða ekki. Nú vil eg votta öllum liðsinnendum mínum alúðarfylstu þakkir í einu orði. Nú yrði of langt mál að nafngreina þá alla. Og þeir munu heldur ekki óska þess. Sá var víst aldrei tilgangur þeirra með hjálpsemi sinni. í þetta sinn skal eg þó nota tækifærið til að geta um eitt atvik. Tek eg það út úr vegna þess að það er kvenþjóðinni til sóma. Sumarið 1900 kom eg á suðurleið að Lækjarmóti í Húnavatns- sýslu og bað um fylgd að Ingimundarhól, — sem ekki er allskamt þaðan. — En það stóð svo illa á, að loftsútlit gerðist regnlegt, en mikið var úti af þurri töðu. Oat bóndi því ekki, með sínum bezta vilja, mist mann né hest til að ljá mér. En Margrét húsfreyja Ei- ríksdóttir var samt ekki á því að láta mig fara erindislausan. Hún tók til sinna ráða: söðlaði sinn eigin reiðhest og fylgdi mér sjálf á honum. Aðkomandí kotiu, sem þar var stödd, fekk hún til að koma með okkur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.