Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 3
Það var snemma í júnímánuði 1920, nokkrum dögum eptir að
eg var kominn heim úr veturvist í Höfn, að eg var hringdur upp í
síma af séra Gruðmundi prófasti Helgasyni, fyrrum í Reykholti, er
þá var staddur hér í bænum, en átti heima austur á Selfossi.
Sagði hann mér, að hann væri ráðinn af jarðayfirmatsnefndinni
með samþykki stjórnarráðsins til þess að athuga og lagfæra íslenzk
bæjaheiti, og gera tillögur um þær endurbætur til yfirmatsnefndar-
innar, svo að þær gætu orðið teknar til greina við prentun nýja
jarðamatsins, en þetta mundi útheimta allmikla rannsókn í skjölum
og öðrum gömlum heimildum, er hann kvaðst ekki einfær um að
framkvæma, og þessvegna leitaði hann til min að ganga í verk
þetta með sér, með því að sá, er lofað hafði aðstoð sinni til þess,
dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður, væri sigldur til Hafnar, og
kæmi ekki aptur fyr en að hausti, en tillögurnar yrðu að vera
komnar til yfirmatsnefndarinnar, er hún tæki til starfa með haust-
inu. Eg tók þessari málaleitun mjög þurlega, kvaðst ætla að nógur
tími væri til að byrja á þessu, er dr. J. Þ. kæmi heim, auk þess,
sem það væri ekki venja mín að hrifsa undir mig verk þau, er
öðrum væru ætluð, eða láta hafa mig fyrir varaskeifu. Við það
sleit samtalinu þá, en síðar um daginn hitti séra Guðmundur mig í
Þjóðskjalasafninu, og skoraði þá fastlega á mig að takast verk þetta
á hendur, með því að það þyldi enga bið, en eg færðist enn undan,
kvaðst aðeins skyldi líta á og lesa yfir það sem hann ritaði um
þetta efni og benda honum á þýðingarmestu heimildirnar. En þetta
kvaðst hann alls ekki gera sig ánægðan með, eg yrði að vinna
sjálfur að verkinu, ella yrði það óunnið, og væri það þá mér að
kenna. Eg lét þá loks tilleiðast að ráðast í verk þetta með honum,
heldur en að ekkert yrði úr því, þá er vinda þurfti svo bráðan
bug að þessu, að sögn séra Guðmundar, en báðum okkur var ljóst,
að full nauðsyn væri á þessu verki Eg hef skýrt svo nákvæmlega
frá tildrögum þess, að eg varð við þetta riðinn, til þess að sýna, að
1*