Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 10
10
FornustekJcar í Jb. Isl. Ein. (1708), Mannt. 1703 og F. réttara
en Fornistekkur í Johnsen og 1861.
Mýrahreppur.
Viðborð er rétta nafnið, sbr. Ln., en Vindborð, sbr. Johnsen, 1861 ^
og víðar, rangt. í F. bæði nöfnin, en Vindborð sett í sviga sera
gamla nafnið(!)
Viðborðssel, ekki Vindborðssel. Þar hefur F. að eins rétta
nafnið.
Raufarberg. Svo í Fbrs. VI. og Jb. ísl. Ein. (1708), en Rauðar-
berg í Visitb. Br. Sv. 1641, og er þá byrjuð breytingin í Rauðaberg,
sem kemur fyrir í Jb. 1696, svo í Mannt. 1703, og yngri heimildum
t. d. Johnsen, sem þó hefur Raufarberg sem varanafn, en það er
vafalaust rétta nafnið, og hitt afbökun.
Brunahóll. Svo nefnist jörðin í Jb. ísl. Ein. (1708), og F.
Brunhóll í Johnsen og 1861. Brunnhóll í matsbókinni eflaust
skakkt.
Einiholt er tvímælalaust rétta nafnið, sbr. Vilkinsmáldaga: Fbrs.
IV, en Einholt latmæli, sbr. samnefndan bæ í Biskupstungum, er til
forna hét Einiholt, en varð síðar í framburði og riti Einholt.
Geirsstaðir réttara en Geirastaðir, sem kemur fyrir í Jb. 1696 og
Johnsen. G-eirs- í Visit.b. Br. Sv. 1645 í Einiholti, Jb. ísl. Ein. o.
s. frv.
Lambabligsstaðir. í Fbrs. III Lambablika- en Lambabliks- i Fbrs.
IV (Vilkinsmáldaga). Lambableiks- í Visitazíub. Br. Sv. 1641 (i Eini-
holti) og Mannt. 1703. Lambbleiks í Jb. ísl. Ein (1708) Lambleiks-
í Johnsen, 1861, allt meira og minna afbakað. Lambabliks- í Vilk-
insmáldaga líklega næst því rétta, þvi að hið upprunalega nafn
jarðarinnar mun hafa verið Lambablígsstaðir af viðurnefni lamba-
blígur, þ e. sá sem svipast um eptir lömbum og þarf opt að neyta
sjónarinnar við fjárgæzlu = lambasmali; blígur = sá er horflr fast
á eitthvað var viðurn. (sbr. Ln.) Blígur er einnig mannsnafn (sbr.
Gull-Þórissögu (Blígur i Frakkadal) og örnefnin þar Blígsmýri og
Blígssteinn. Blígur Höskuldsson nefndur 1450: Fbrs. V. Gætu Lamba-
blígsstaðir verið nefndir eptir manni, er Bligur hét, og verið kall-
aður Lamba-Bligur af einhverjum atvikum. Það verður því ekki
sagt með vissu, hvort rita eigi Lamba-Blígs- eða Lambablígs-, enda
skiptir það ekki svo miklu. Lambablígs- hefur snemma orðið að
Lambabliks-, mjög eðlileg framburðarbreyting á sama hátt og Uti-
blik8staðir í Miðfirði, er með réttu munu heita Útiblígsstaðir; úti-
blígur þá sá, er mjög þarf að neyta sjónar úti við = smali, líkt og