Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 12
Rnappafell (eða Hnappafell) sbr. Hnappfellingar í Ln. (Sturlubók) óg
í ævagamalli kirknaskrá (frá því um 1200) er getið um kirkju að
Knappafelli (Kaalund: Hist. topogr. Beskr. af ísl.), sbr. einnig Knappa-
fellsjökull í annálum á 14. öld. En Knappafell hefur mjög snemma
breyzt og orðið Knappavöllur og Knappavellir, enda framburðurinn
í þágufalli af Knappafell og Knappavöllur nálega hinn sami.
Fagrahólsmýri (Fagurhólsmýri). Er nefnd Fagrahólsmýri í Jb.
ísl. Ein. (1708) og er líklega upphaflega nafnið. Breytingin eðli-
leg úr Fagrahóls- í Fagrhóls, Fagurhóls-, eins og jörðin nefnist nú,
og mun því réttast að halda því sem hliðstæðu varanafni við Fagra-
hóls-, enda framburðurinn á báðum eflaust mjög líkur hjá alþýðu.
Vestur-Skaptafellssýsla.
Hörgslandshreppur.
Núpstaður [LómagnúpurJ. Forna heitið Lómagnúpur hélzt fram
á 16. öld, sbr. Fbrs. II, IV, (Vilkinsmáld.) og V. Um 1470 er enn
nefndur Lómagnúpur (Fbrs. V) en Núpsstaður í Gíslamáldaga (1575).
Lómagnúpur var fyrrum >staður« eða »beneficium« (fram undir
1600) og kirkjustaður til 1765, og hefur það valdið breytingunni á
nafninu.
Raufarberg er vafalaust hið rétta nafn jarðarinnar, þvi að svo
er hún nefnd í mörgum gömlum fornskjölum, sbr. Fbrs. II, IV, V,
IV, en Rauðaberg í Visit.b. Br. Sv. 1641, Mannt. 1703 og síðan er
rangt. Afbökunin byrjað sennilega um 1600, eða snemma á 17. öld
á sama tíma og á sama hátt, eins og á Raufarbergi á Mýrum eystra
(sjá þar) Rauðaberð prentvilla í F.
Kirkjubæjarhreppur.
Fagrahlíð (Fagurhlíð). Fagrahlíð í Fbrs. II, sbr. annars aths. um
Fagurhólsmýri.
Kársstaðir með Erpsstöðum. Kársstaðir í Fbrs. II, og víðar rétt-
ara en Kárastaðir, sem kemur fyrir í sumum yngri heimildum. Það
sem nú eru kallaðir Refsstaðir hét áður Erpsstaðir, sbr. gamla mál-
daga Kirkjubæjar- og Þykkvabæjarklaustra um 1340 í Fbrs. II. Refs-
er bein framburðarafbökun úr Erps , er verið hefur óþjálla í munni og
alþýðu torskildara en Refs-, sem vitanlega er alrangt.
Selbúðir. í gömlum máldaga Kirkjubæjarklausturs 1343 (Fbrs.
II, sbr. VIII) Selbúðir, og einnig í: Vilkinsmáldaga (Fbrs. IV) og
visitasíu Br. Sv. 1641 á Kirkjubæjarklaustri, síðar Seglbúðir í öllum