Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 13
13
jarðabókum, en vafalaust afbökun úr upprunalega nafninu Selbúðir
(F. setur enn sem optar Seglbúðir í öfuga sætið (í sviga).
Húnkubakkar er jörðin nefnd i Vísit.bók Br Sv. 1641 (Þykkva-
bæjarkl.), Jb. 1696. Æfisögu séra Jóns Steingrímssonar og Johnsen
en Húnkur- í 1861. Hunka- í prestakallsbókum snemma á 19.
öld, en síðan ýmist Húnku- eða Hunkur-. Húnkubakkar eflaust réttara.
Hunku gæti verið eignarfall af Húnka, stytting á kvenmannsnafn-
inu Húngerður, eins og Salka af Salgerður, (sbr. Sölkutópt á Eyrar-
bakka), Brynka af Bryngerður o. s. frv. Að jörð þessi sé sama og
Steðjubakki í Þykkvabæjarkl. máldaga (Ebrs. II) er allsennilegt,
því að klaustrið átti Húnkubakka.
Skaptártunguhreppur.
Hrifunes er rétta nafnið, sbr. Fbrs. II, III, og IV (Vilkinsmál-
daga) og fleiri heimildir, en Hrísnes í 1861 og varanafn í Johnsen
algerlega rangt, þótt F. setji það í sviga, sem eldra nafn á
Hrífunesi.
Hemra [Lokinhemra]. Lokinhemra (annar lesháttur: Lokinhamr-
ar) kemur fyrir í hinum gamla Þykkvabæjarkl.máld. 1340 (Fbrs. II)
meðal bæja í Skaptártungu, og er vafalaust = Hemra, sem svo
hefur ævalengi kölluð verið (sbr. Fbrs. IX, 1523). Lokinhemra (eða
Lokinhamrar) hefur snemma fallið niður, og orðið að eins Hemra.
Sams konar stytting mjög almenn í bæjanöfnum.
Ljótarstaðir. Nafn þessarar jarðar er sumstaðar afbakað i Fljóta-
staði, sem er alrangt.
Leiðvallarhreppur.
Fjósakot [Fjósar]. í Fbrs II (máldaga frá 1340) er jörðin nefnd
Fjósar, sama sem nú er kölluð Fjósakot, og var sú breyting komin
á fyrir 1640 (sbr. visitasíu Br. Sv. á Skarði i Meðallandi 1641).
Samskonar breytingar, að jarðirnar verða að »kotum« eru allal-
gengar, og hafa þá stundum bæirnir verið fiuttir, en stundum ekki,
um leið og nöfnin breyttust.
Hraun (Undir Hrauni). Jörðin hét fyrrum »undir Hrauni« sbr.
Fbrs. IV (Vilkinsmáld) en »undir« festist svo framan við sjálft
nafnið, er þá varð Undirhraun í nefnifalli. Ætti helzt að takast upp
rétta nafnið »undir Hrauni< hliðstætt við hið eiginlega nafn Hraun.
Álptavershreppur.
Herjólfsstaðir [Herfjófsstaðir]. Herþjófsstaðir í Fbrs. II (Þykkva-
bæjarkl.máld. 1340), en 1523 (Fbrs. IX) er jörðin kölluð Herjólfs-