Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 17
17
Hellnahóll. Svo er nafnið rétt, sbr. A. M., Johnsen, 1861 o. s. frv.
en Hellahóll í matsbókinni skakkt. í F. er nafnið rétt.
Austur-Landeyjahreppur.
Gaularás. Nafnið mun nú borið fram Gularás, og svo er ritað
í matsbókinni, sbr. einnig Johnsen. A. M, hefur Gulárás, sem naumast
getur verið rétt. í prestakallsbókum frá 19. öld optast Gularás, en
Gaularás mun rétta nafnið, og svo er það í 1861, sbr. nafnið Gaul
í Staðarsveit, Gaulardalur í Noregi o. s. frv,
Vomúlastaöir. Vámúla- er i Oddamáld. 1270 og Breiðabólsstaðar-
máld. 1332 (Fbrs. II), hefur eðlilega breyzt í Vomúla-. Voðmúla- ef-
laust leiðréttingartilraun. Ámúla- í Fbrs. II, 685 afbökun úr Vámúla.
Vámúli (vomúli) er viðurnefni í Ln F. setur Voðmúla- sem eldra
nafn (í svigum), en ætti að falla alveg burtu.
Lágafell [Lágavöllur?] í Fbrs. V (1475), A. M. og öllum jarða-
bókurn Lágafell, en getur samt sem áður ekki verið rétt, því að
þar er ekkert fell nálægt, er bærinn geti verið kenndur við. Lága-
fell getur það ekki verið, eins og sumir hafa gizkað á, bærinn
liggur ekki nálægt Affallinu eða öðru vatnsfalli, Líklegt er, að
jörðin hafi fyrrum heitið Lágavöllur. Framburðurinn í þágufalli á
Lágavelli hérumbil sami og á Lágafelli, sbr. Knappafell í öræfum,
er varð snemma að Knappavelli (Hnappavelli, Hnappavöllum) en
þar varð »fell« að »velli«. Hér er þessa að eins getið til athugunar,
því að nafnið Lágafell verður að haldast, þótt afbakað sé vafalaust,
úr því að nafnið finnst ekki öðruvísi í heimildunum, og tilgátan um
»Lágavöll«, sem upprunalega nafnið, verður því að setjast með vafa-
merki(?).
Guðnastaðir [Slcœkill]. Guðnastaðir er nýnefni, tekið upp með
stjórnarleyfi 1919. Jörðin nefnd áður Spækill, sbr. Johnsen og 1861,
en hét í raun réttri Skækill, hefur þótt óveglegt nafn eða afbakazt
í framburði og orðið Spækill.
Kúfhóll réttara en Kúhóll.
Skíðbakki [SkyrhakkiJ. í Fbrs. X og A. M. Skyrbakki og Skir-
bakki, en í Jb. 1696, skýrslu séra Olafs Gíslasonar 1745 (Bisks. J.
H. I. B), Johnsen og 1861 Skíðbakki, og er það nafn látið haldast,
þótt hitt sé líklega réttara.
Vestur-Landeyjahreppur.
Vestri Klasharði [Klasbarð]. Eystri Klasbarði [Klasbarð]. Klasbarð
er jörðin nefnd (óskipt) í Oddamáld. c. 1270 (Fbrs. II), en á 15. öld
er það orðið Klasbarði.
2