Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 18
18 Hvitanes [Brók]. Hvítanes er nýnefni, tekið upp með stjórnar- leyfi 31. júlí 1920 í staðinn fyrir Brók, en nýnefnið hefur ekki komizt inn í F. Fljótshlíðarhreppur. Butra [Butraldastaðir]. Butraldastaðir í máldaga Teigskirkju frá c. 1332 (Fbrs. II), og svo hefur jörðin heitið upphaflega, en nafnið svo styzt og orðið Butra, sbr. Jb. 1696 og jarðabækur allar síðan. Þó hefur A. M bæði nöfnin Butru og Butruhaldastaði, sem er afbök- un úr Butralda-. Sama mun vera um Butru i Austur-Landeyjum. Kókslœkur. í Jb. 1696 og Mannt. 1729 Kokkslækur, og í A. M. Kókslækur, en Kvoslækur í Johnsen og 1861 er eflaust leiðrétting á hinu eldra, rétta nafni (Kókslækur), er menn hafa ekki skilið. Kokur eða kókur = hani (Snorra Edda). Eystri Torfastaðir [Þorvarðsstaðir]. Vestri Torfastaðir [Þorvarðs- staðir]. Þorvarðsstaðir heitir jörðin í Vilkinsmáldaga (Fbrs. IV, »Maríukirkja á Þorvarðsstöðum*), en samkvæmt eðlilegri framburð- arbreytingu hafa Þorvarðsstaðir afbakazt í Torfastaðir, og svo er jörðin nefnd í A. M. og ávallt síðan. Með því að Torfastaðir (og Torfu8taðir) eru nú víða hér á landi, en Þorvarðsstaðir hvergi1, og Þorvarður þó algengara nafn fyrrum en Torfi, er alllíklegt, að fleiri Torfastaðir en þessir séu svona til orðnir, afbökun úr Þorvarðsstöð- um vegna hljóðlíkingar í framburði. En eg hef hvergi nema á þess- um eina stað fundið óræka heimild fyrir breytingu á Þorvarðsstöð- um í Torfastaði. Gambra [Gambranes]. í A. M. Gambranes, síðar aðeins Gambra. Fritzner segir, að gambur merki stóran fugl, gamm, hér ef til vill = öru. Hvolhreppur. Arngeirsstaðir. Jörð þessi er vafalaust = Arngeirsstaðir »í Hrepp- um« í Fbrs V. (1470) og nefnd svo til aðgreiningar frá Arngeirs- stöðum í Fljótshlíð þar á næstu grösum, en Hvolhreppur og Áverja- hreppur hafa þá sennilega verið kallaðir Hreppar. í Jb. 1696 og A. M. er jörðin enn nefnd Arngeirsstaðir, en skömmu síðar tók nafnið að afbakast, fyrst í Arngilsstaði (í Mannt. 1729) og svo í Ár- gilsstaði (fyrir 1745) og svo hefur jörðin nefnd verið ranglega síðan, því að rétta heitið er Arngeirsstaðir, eins og Arngeirsstaðir í Fljóts- hlíð, sem ávallt hafa haldið réttu nafni. Mannanöfnin Arngils og Árgils flnnast ekki. Nafnið Árgilsstaðir ætti því að falla alveg niður, þótt F. haldi því einvörðungu. 1) Þorvarðsstaðir i Hvítársíðn ern nú jafnan nefndir Þorvaldsstaðir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.