Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 18
18
Hvitanes [Brók]. Hvítanes er nýnefni, tekið upp með stjórnar-
leyfi 31. júlí 1920 í staðinn fyrir Brók, en nýnefnið hefur ekki
komizt inn í F.
Fljótshlíðarhreppur.
Butra [Butraldastaðir]. Butraldastaðir í máldaga Teigskirkju frá
c. 1332 (Fbrs. II), og svo hefur jörðin heitið upphaflega, en nafnið
svo styzt og orðið Butra, sbr. Jb. 1696 og jarðabækur allar síðan.
Þó hefur A. M bæði nöfnin Butru og Butruhaldastaði, sem er afbök-
un úr Butralda-. Sama mun vera um Butru i Austur-Landeyjum.
Kókslœkur. í Jb. 1696 og Mannt. 1729 Kokkslækur, og í A. M.
Kókslækur, en Kvoslækur í Johnsen og 1861 er eflaust leiðrétting
á hinu eldra, rétta nafni (Kókslækur), er menn hafa ekki skilið.
Kokur eða kókur = hani (Snorra Edda).
Eystri Torfastaðir [Þorvarðsstaðir]. Vestri Torfastaðir [Þorvarðs-
staðir]. Þorvarðsstaðir heitir jörðin í Vilkinsmáldaga (Fbrs. IV,
»Maríukirkja á Þorvarðsstöðum*), en samkvæmt eðlilegri framburð-
arbreytingu hafa Þorvarðsstaðir afbakazt í Torfastaðir, og svo er
jörðin nefnd í A. M. og ávallt síðan. Með því að Torfastaðir (og
Torfu8taðir) eru nú víða hér á landi, en Þorvarðsstaðir hvergi1, og
Þorvarður þó algengara nafn fyrrum en Torfi, er alllíklegt, að fleiri
Torfastaðir en þessir séu svona til orðnir, afbökun úr Þorvarðsstöð-
um vegna hljóðlíkingar í framburði. En eg hef hvergi nema á þess-
um eina stað fundið óræka heimild fyrir breytingu á Þorvarðsstöð-
um í Torfastaði.
Gambra [Gambranes]. í A. M. Gambranes, síðar aðeins Gambra.
Fritzner segir, að gambur merki stóran fugl, gamm, hér ef til vill
= öru.
Hvolhreppur.
Arngeirsstaðir. Jörð þessi er vafalaust = Arngeirsstaðir »í Hrepp-
um« í Fbrs V. (1470) og nefnd svo til aðgreiningar frá Arngeirs-
stöðum í Fljótshlíð þar á næstu grösum, en Hvolhreppur og Áverja-
hreppur hafa þá sennilega verið kallaðir Hreppar. í Jb. 1696 og
A. M. er jörðin enn nefnd Arngeirsstaðir, en skömmu síðar tók
nafnið að afbakast, fyrst í Arngilsstaði (í Mannt. 1729) og svo í Ár-
gilsstaði (fyrir 1745) og svo hefur jörðin nefnd verið ranglega síðan,
því að rétta heitið er Arngeirsstaðir, eins og Arngeirsstaðir í Fljóts-
hlíð, sem ávallt hafa haldið réttu nafni. Mannanöfnin Arngils og
Árgils flnnast ekki. Nafnið Árgilsstaðir ætti því að falla alveg niður,
þótt F. haldi því einvörðungu.
1) Þorvarðsstaðir i Hvítársíðn ern nú jafnan nefndir Þorvaldsstaðir,