Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 26
26
tungum hafi þótt landnám sitt oflítið, er tungan hin eystri yar þá
byggð, og hafi því numið hinn efra hluta Hrunamannahrepps sjón-
hending úr Múla í Ingjaldsnúp. Haukholt verður þá syðst i því
landnámi, og er það gömul sögn í Biskupstungum, að Asbrandur
Þorbrandsson frá Haukadal hafi hlaupið yflr Hvítá á Brúarhlöðum
(áin rennur þar í mjóu gljúfri, þar sem brúin er nú) og búið í
Haukholtum, er hann hefur þá nefnt Haukaholt eptir Haukadal.
Hvað sem hæft kann að vera í sögu þessari, þá er hún alleinkenni-
leg og enda mjög sennilegt, að þeir feðgar hafl með búsetu viljað
nota landnám sitt fyrir austan Hvítá, og er því sögnin í fuilu sam-
ræmi við Landnámu og þess virði, að hún sé ekki látin í gleymsku
falla.
Biskupstungnahreppur.
Tunga (Brœðratunga). Hét Tunga að fornu, sbr. Ln. og Njálu
o. fl., og svo nefnd enn optast þar í sveitinni, t. d. Tungukirkja,
Tunguey. Nafnið Bræðratunga er þó allfornt, frá síðari hluta 15.
aldar, að þvi er næst verður komizt.
Asakot [StöðlakotJ. A. M. segir, að gamla nafnið á Ásakoti
hafi verið Stöðlakot.
Lambhúskot [GerðakotJ. A M. nefnir Lambhúskot, er áður hafi
heitið Gerðakot, en Lambhústún finnst hvergi nefnt nema í 1861 (ef
til vill prentvilla) og í F. sem sviganafn (gamalt nafn), en er víst
eintóm endileysa. Ávallt nefnt nú Lambhúskot, en aldrei Lambhústún.
Galtarlœkur. Svo í Fbrs. V. (1456). Nú almennt ritað og borið
fram: Galtalækur.
Belgsstaðir. Belgsstaðir er jörðin nefnd i Fbrs. V., Jb 1696 og
A. M., en Bergsstaðir í Johnsen og 1861, og svo er nú almennt
nefnt, en til skamms tíma hefur þó heyrzt framburðurinn Belgs-
staðir, og þykir því einsætt að taka það upp aptur sem hið rétta nafn.
Keldnaholt. Keldnaholt er hið rétta heiti jarðarinnar, sbr. mál-
daga Haukadalskirkju frá 1331 (Fbrs. II.) og máldaga sömu kirkju
í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV.) Var þá í eintölu (í Keldnaholti) en afbak-
aðist síðar í Kjarnholt og varð þá í fleirtölu. Lifir enn í framburði
eldra fólksins: Kjeddnolt, og er menn hættu að skilja það hefur
það »lagfærzt« í Kjarnholt, en sú afbökun ætti sem fyrst að vera
úr sögunni.
Einiholt. Svo í máldaga Einiholtskirkju um 1220 (Fbrs. I.) og
Vilkinsmáld. (Fbrs. IV.). Nú kallað Einholt, hefur breyzt á sama
hátt eins og Einiholt í Hornaflrði, síðara i-ið horfið í framburðinura.
Hólar (Upphólar). Upphólar er bærinn stundum nefndur (er