Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 33
33
Kdlfákot. Matsbókin nefnir Kálfá og Kálfárkot, en hvorugt
finnst annarsstaðar. Kálfastaðakot nefnist i'örðin í Jb. Jens Söffrens-
sonar 1639 og í Jb. 1696, og getur vel verið, að það sé uppruna-
lega heitið, kennt við einhverja Kálfa(r)sstaði (eða Kálfsstaði), en
nafnið horfið fyrir ævalöngu og Kálfakot komið í staðinn, sem heiti
jarðarinnar.
Elliðákot (Helliskot). Nafnið Elliðakot er tekið upp fyrir nál. 40
árum, og nefna nú allir svo Mun því réttast að láta það standa ó-
haggað, enda segja kunnugir menn, að enginn hellir sé þar nálægt,
sem kotið gæti verið við kennt. Má vera, að Hellis- sé afbökun úr
Elliða-, eins og Elliðaár afbökuðust í Hellirár.
Grafarholt. ífýnefni tekið upp með stjórnarleyfi 1914. Jörðin er
samsteypa af Gröf (Suðurgröf) og Grafarkoti, og bærinn byggður á
nýjum stað. Þykir því ekki þörf á að geta frekar hinna niðurlögðu
nafna.
Gufunes. Með þeirri jörð er í matsbókinni, en ekki í F.,
getið um Knútskot. Mun það vera framburðarafbökun úr Núpskot,
er var kot í nánd við Gufunes og í byggð seint á 18. öld, en
Knútskots þá ekki getið, og ekki fyr en í Jb. 1801, en þá finnst
Nupskot ekki. Að nafnið Knútskot sé að eins afbökun úr Núpskot,
og sama kotið, styrkist ennfremur við það, að Johnsen hefur Núpa-
kot (á að vera Núpskot) sem varanafn við Kuútskot.
Korpólfsstaðir (Kortólfsstaðir). Kortólfsstaðir er jörðin nefnd í
máldögum Viðeyjarklausturs frá 1234, 1313 og 1395 (Fbrs. I, II og
III), ennfremur í Jb. 1696, og var svo nefnd í alþýðumáli fram á
síðasta mannsaldur. En Korpólfsstaðir er jörðin nefnd í elzta hand-
riti Kjalnesingasögu, í A. M., Johnsen og 1861, og svo er nú
farið að nefna hana að nýju. Mun því réttast að láta það nafn
haldast sem aðalnafn.
Blikastaðir [Blakkastaðir]. Blakkastaðir í elzta Viðeyjarmáldag-
anum 1234 (Fbrs. I). Bleikastaðir í sama máldaga 1313 og 1395
(Fbrs. II og III), en Blikastaðir í Vilkinsmáldaga (Fbrs. IV). Eflaust
er Blakkastaðir upprunalega heitið, en hefur færzt smámsaman úr
lagi. Blakkur og Blakki eru mannanöfn eða viðurnefni, og bæjanöfn
kennd við Blakk og Blakka eru alltíð í Noregi (sbr. Lind).
Kjalarneshreppur.
Viðines [Viðnes]. Viðnes er í tveimur máldögum Þerneyjar-
kirkju frá 13. öld (Fbrs. I og II), og er vitanlega rétta nafnið (sbr.
Viðey), en Víðines hefur útrýmt því snetnma, og er því látið haldast.
3