Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 37
37
|yrstu heitið »á Gilsþremi*, sem svo hefir orðið í framburði að Gil-f.r
stremi og það svo »lagað« í Gilstreymi.
Snartarstaðir. í Fbrs. ýmist Snartar- eða Snarta-, en af því að
mannsnafnið Snörtur var alltítt, en Snarti finnst ekki, verður Snart-
ar- að teljast réttara.
Arnþórsholt. [Öndóttsholt?]. í visitaziu Br. Sv. á Lundi 1639
og i Jb. 1696: Andórsholt, A. M.: Handurs- og Andórs-, Johnsen:
Arnþórs-, en getur um Andórs- og Handurs-. 1861: Arnþórs- ein-
göngu, og svo er nú nefnt. Er það auðsjáanlega leiðréttingartilraun,
sem getur verið rétt, því að Andórs getur verið orðið til úr Arn-
þórs, en einnig úr öndótts, eins og er um jörð í Þingeyjarsýslu, þar
sem öndóttsstaðir breyttust í Andórsstaði, og eins mætti ætla, að
orðið hafi hér, því að Andórsholt er jörðin nefnd í elztu heimildar-
ritum, er geta hennar. Handursholt er líklega einhver leiðréttingar-
tilraun á því. Geta má þess, að ekki er óhugsandi, að nafnið hali
upphaflega verið Andursholt eða öndursholt (þ. e. Skíðsholt, svo
heitir jörð í Mýrasýslu), en ólíklegra er það samt en öndótts-. Með
því að svo mikill vafi er um rétta heitið, svo að trauðla verður úr
því skorið með vissu, hvað réttast sé, verður að láta Arnþórsholt
haldast, enda jörðin nú svo nefnd af öllum, og það nafn getur verið
ekki síður rétt en hin. öndóttsholt þó sett milli [] með vafamerki (?).
Reykholtsdalshreppur.
Sturlureykir [Reykir]. Jörð þessi hét um eitt skeið (frá því um
1500 og fram á 17. öld) Gullsmiðsreykir, en ekki þykir ástæða til
að vekja það nafn upp; hið upphaflega nafn efiaust Reykir, og svo
er jörðin nefnd enn þar í sveit.
Reykholt [Reykjaholt]. Hét í öndverðu Reykjaholt, svo sem kunn-
ugt er af ýmsum heimildum, varð síðar í framburði Reykjolt og það
svo »lagað« í Reykholt. En Reykholt hefur nú tiðkazt svo lengi, án
þess að nokkrar leifar séu eptir af hinum forna framburði, að þýð-
ingarlítið mun að taka Reykjaholt upp sem aðalnafn.
Hurðarhak. Qm Urðarbak hér í F. gildir sama og um Hurð-
arbak í Kjós, Hurðarbak í Svínadal o. fl.
Hálsahreppur.
Js. (Stóri As). Ás hét jörðin að fornu, sbr. Ln. og víðar, og er
svo nefnd jafnan enn þar í sveitum.
Kollslœkur. Svo í Ln.
Sigmundarstaðir [Stafngrímsstaðir]. Hét í fyrstu Stafngríms-
taðir, en það nafn hefur fljótt lagzt niður, sbr. Lu.