Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 41
4i
ÍCleifárvellir (sbr. 1861) er nýlegt nafn, en þó orðið fast, og eí látið
haldast sem varanafn, enda merking nafnanna lík.
Snæfellsnessysla.
Staðarsveit.
Staðarstaður [Staður á Ölduhrygg], Elzta nafnið Staður á Snæ-
fellsnesi (Snjófjallsnesi), sbr. Sturl. o. fl., og svo er enn í Vilkins-
máld. 1397 (Fbrs. IV.), en þó kemur nafnið Staður d Ölduhrygg fyr-
ir í skipun Gtyrðs biskups 1354 á Kolbeinsstöðum (Fbrs. III), og á
15. öld virðist það útrýma hinu eldra nafni, og helst við að minnsta
kosti öðruhvoru fram á 17. öld, en þó er Staðarstaður á Ölduhrygg
þá fyrir löngu kominn jafnhliða, því að það nafn kemur fyrst fyrir
í bréfi frá 1465 (Fbrs V.), og hefur jafnan haldizt síðan, sbr. Gísla-
máld (1575) og Visit.b. Br. Sv., en þar er þó í elztu visitazíunni
(1639) nefndur Staður á Snjófellsnesi, þótt þá væri fyrir löngu hætt
að nefna svo. ölduhryggur mun vera það, sem kallað er Langa-
holt í Ln. Þótt Staðarstaður (réttara en Staðastaður) sé hálf óvið-
kunnanlegt fordildarnafn þykir rétt að halda því, enda nú líklega
nær 500 ára gamalt.
Hofgarðar (Syðri Garðar). Hofgarðar í Ln. og víðar, síðar
Miðgarðar, síðast Syðri Garðar, en hið forna nafn Hofgarðar nýlega
tekið upp aptur. F. setur Syðri Garða í svigum sem eldra nafn en
Hofgarða. Af því að jörðin hét lengi Syðri Garðar þykir rétt að
setja það sem varanafn til skýringar.
Slítandastaðir. Svo í skjölum frá 13. og 14. öld (Fbrs. II. og III.)
Slitvinda- leiðréttingarvitleysa, en F. setur það samt í sviga sem
eldra nafn en hitt.
Breiðuvíkurhreppur.
Öndverðunes. Sjá athugasemd við samnefndan bæ í Arnessýslu
(Grímsneshreppi).
Neshreppur utan Ennis.
Vallstakksheiði (Valstakksheiði). Vallstakksheiði í Fbrs. 111(1360)
og IV (Vilkinsmáldaga) einnig í Jb. 1696 (A. M. 463 fol.) og (sömu)
Jb. í Þjskjs., en Vaglstakksheiði í úttekt Arnarstapaumboðs 1607 (A.
M. 463 fol.), Vatsstakks- í Ingjaldshólsvisitazíu Br. Sv. 1642, Vag-
stakks- og Vakstakks- 1688 og 1689 í jarðaskjölum úr Snæfellsnes-
sýslu í A. M. 463 fol. Vagstakksheiði hjá A. M. en getur þó um,
að sumir segi Vallstakkseiði. Síðar varð almenna heitið Vaðstakks-