Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 48
48
Austur-Barðastrandarsýsla.
Reykhólahreppur.
Muninstunga (Munistunga). Muni3- og Munins- í bréfl frá 1446
(Fbrs. IV), Munis- í skiptabréfi eptir Björn ríka, frumrit á skinni
frá 1467 (Fbrs. V), einnig í Reykhólavisitaziu Br. Sv. 1639 og í Jb.
1696, en Munaðar- í A. M., Miðnes- og Munaðar (eða Munaðs-) í
Johnsen og 1861. Munaðar-, Munaðs- og Miðnes- eru vafalaust rang-
ar leiðréttingartilraunir. I Fbrs. IV eru í sama bréfl nefndar báðar
jarðirnar Munistunga og Miðjanes, svo að óhugsandi er að Munis-
og Miðjanes- hafi ruglazt saman, eins og getið hefur verið til (Safn
IV). Trúlegast þætti mér, að Munins- í elzta bréfinu sé rétta myndin;
það er í afskript eptir Jón Magnússon, bróður Árna, sem var glögg-
ur afritari og nákvæmur. Osennilegt, að Munans- (af mannsnafninu
Munan) hefði breyzt í Munins eða Munis-. Auk þess, sem Muninn
er nafn á hrafni Oðins, eins og kunnugt er, er það einnig dvergs-
heiti í Eddu, og hefði getað verið viðurnefni.
Hríshóll [Hrísahvoll]. Hrísahvoll er nafnið í Gull-Þórissögu.
Kinnarstaðir. Svo í Gull-Þórissögu, og þar gerð grein fyrir
nafninu.
Gufudalshreppur.
Galtargjá. Galtargjá í Fbrs. IV og VI, góðum skjölum frá 15.
öld, í Gufudalsvisitazíu Br. Sv. 1639, Jb. 1696 og A. M., sem þó
einnig nefnir Galtard, og svo hefur jörðin optast nefnd verið síðan,
en ranglega, og ætti það nafn því niður að falla.
Klaufastaðir. Svo í Fbrs. IV, VI, Gufudalsvisit. Br. Sv. 1639,
Jb. 1696 og A. M. Kleifastaðir afbökun.
Þórisstaðir. Er jörð Gull-Þóris. Þórustaðir rangt.
Vestur-Barðastrandarsýsla.
Barðastrandarhreppur.
Brjánslœlcur. Svo rétt í matsbókinni. Brjámslækjarnafnið á niður
að falla.
Arnoddsstaðir (Arnólfsstaðir). í Fbrs. IX, 271 Arnólfsstaðir (bréf
frá 1525), en bls. 705 Arnoddsstaðir (bréf frá 1535). Hér eru bæði
þessi nöfn sett hliðstæð, en Arnórsstaðir er síðari afbökun og er því
hér sleppt.