Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 58
58
rétta nafnið, enda virðist svo sem Kolbitzá standi í Pétursmáldaga,
því að r-ið er þar milli [ ] (Fbrs. III., 535) líklega til þess að koma
nafninu í samræmi við nafnið i Auðunnarmáld. Jb. 1696 hefur Kol-
bitsá, einnig Johnsen eingöngu, og 1861 sem varanafn, en Kolbeinsá
er jörðin nefnd í A. M., 1861 [aðalnafn] og matsbókinni, en það
nafn er eflaust leiðréttingartilraun á Kolbítsá, og ætti helzt niður að
falla með öllu.
Vestur-Húnavatnssýsla.
Staðarhreppur.
Tannsstaðir. Nafn jarðarinnar eflaust kennt við mannsnafnið
Tannur, og því á að rita Tannsstaðir. Tannur og Tanni tvær mynd-
ir, á sama hátt sem Hallur og Halli o. s. frv.
Fremri Torfustaðahreppur.
Núpsdalstunga (Núpdalstunga). Bæði nöfnin koma fyrir jöfnum
höndum.
Torfastaðir í Núpsdal. Svo í 1861 og er gott til aðgreiningar
frá Torfustöðum tveimur í sömu sveit, sem 1861 nefnir einnig
Torfastaði.
Skeggaldsstaðir (Skeggvaldsstaðir). Skeggalds- í Pétursmáldaga,
Víðidalstungukirkju 1394 (tvisvar) (Fbrs. III, 540, 595), Skegghalds-
i Jb. 1696 og manntalsbókum Húnavatnssýslu um 1740, Skegg-
valds- í A. M., Skeggja- í Johnsen, 1861 og matsbókinni, en það
nafn er vafalaust afbökun og kemur ekki til greina. Nafnið Skegg-
valdi er til, og gæti þá Skeggvaldur eins verið það. Lind ætlar og,
að bær þessi sé kenndur við mann, sem svo hafi heitið og er það
allsenuilegt; er því tekið hér sem varanafn, því að óyggjandi
telst það ekki, og þykir því vis3ara að taka elztu myndina Skeggalds-
sem aðalnafn, því að ekki er óhugsandi, að bærinn hafi verið
kenndur við mann, er hét Skegg-Hallur (sbr. myndina Skegghalds-
staði í Jb. 1696) eða við mann með viðurnefninu »skeggkarl«, en
myndin Skeggalds gæti samkvæmt framburðinum bent á hvort-
tveggja (Skegg-Hall og skeggkarl), engu síður eða jafnvel öllu frem-
ur en Skeggvald. Með Skeggaldsnafninu er þvi engu af þessum
þremur nöfnum slegið föstu, sem upprunalegu heiti.
Kötlufoss (Kollufoss). í Fbrs. III, 540 (Pétursmáldaga) Kötlu-
foss (Kotlufoss), en Kollufoss í flestum öðrura heimildum (t. d. Auð-
unnarmáld. (Fbrs. II, Jónsmáld. 1360 (Fbrs. III), Jb. 1696, A. M.
o. s. frv.). Kollafoss í 1861 er rangt, sbr. F. Líklega er Kötlufoss