Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 64
64
nafninu Bótólfur (sbr. Lind). Er því einsætt að taka upp forna
nafnið.
Skeggsstaðir. Svo í Jb. 1696, A. M., manntalsbókum Húnav.s.
um 1740 og matsbókinni. Er eflaust rétt af viðurnefninu skegg.
Steindrgerði [Stauragerði]. A. M. segir, að Stauragerði hafi verið
byggt í heimalandi Steinár um miðja 17. öld, og byggð staðið þar
framundir aldamót 1700. Virðist svo hafa verið i eyði alla 18. öld,
en byggt aptur skömmu eptir 1800, og þá kallað Steinagerði eða
Steinárgerði. Johnsen hefur bæði nöfnin Steinár- og Staura-, en 1861
og matsbókin að eins Steinár-.
Torfustaðir (Torfastaðir). Torfu- í Jb. 1696, A. M. og raanntals-
bókum Húnavatnssýslu um 1740 etc. Torfa-í Johnsen, 1861 og mats-
bókinni. Með því að Torfu- hefur haldizt í riti fram á 19. öld og
jörðin er enn nefnd svo jöfnum höndum við Torfa-, þrátt fyrir rit-
hátt 1861, þykir rétt að telja það aðalnafnið.
Skoptastaðir. Svo er jörðin nefnd í frumriti á skinni frá c. 1220
(Fbrs. I) eptir mannsnafninu Skopti. Nafn þetta hefur mjög snemma
afbakazt í Skotta-, svo hjá A. M. og síðan alstaðar. Er sjálfsagt
að láta nú þetta miður fagra nafn loks niður falla með öllu.
Kúgastaðir (Kugastaðir). Kuga- í Fbrs. IX (1529), Kuja- Fbrs. V
(Olafsmáld.) (er varla Kvía-, eins og segir í registrinu, þótt nafnið
sé ritað Kuia). Kúa i Fbrs. VIII, IX (1525), XI, Jb. 1696, A. M. og
Johnsen. Kúfa- í manntalsbókum Húnav.s. um 1740. og Kúfu- i
sömu bókum 1800. 1861 (aðalnafn) og matsbók, allt misheppnaðar
leiðréttingar á hinu upprunalega nafni Kúga- eða Kuga-, af manns-
nafninu Kúgi eða Kugi, upphaflega viðurnefni (sbr. Þorgrímur kugi
í Ln), líklega sama sem hið alþekkta nafn Kuggi.
Finnstunga. Jörðin hét i fyrstu að eins Tunga, sbr. Fbrs. III, V,
og svo er enn í Jb. 1696. Séra Jón Halldórsson segir í Hirðstjóra-
annál, að Finnstunga hafi verið nefnd Sölvatunga eptir Sölva, sveini1
Einars Þorleifssonar hirðstjóra (f c. 1453). Hún nefndist svo að
minnsta kosti á síðari hluta 17. aldar, þá er séra Þorleifur Olafsson
(f 1688) bjó þar. En skömmu síðar, eða snemma á 18. öld (fyrir
1730), er Finnstungu nafnið tekið upp (aptur), er A. M. telur sem
aðalnafu, líklega eptir Finni þeim, er þar bjó á 14. öld, sbr.
Fbrs. III, og svo er jörðin nú nefnd jafnan í ræðu og riti.
1) Ekki syni, sem er meinleg prentvilla í liinnm prentaða Hirðstjórannál (Safn
II, 650).