Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 68
68
Seiluhreppur.
Ytra Skörðugil. Syðra Sl-örðugil. Matsbókin kallar þessar jarðir
Skarðagil, en það nafn íinnst hvergi í góðum heimildum og er víst
»leiðrétting«. En Skörðugil hefur nafnið verið frá fornöld og jafnan
síðan. Kemur fyrst fyrír í ágætri heimild, næstelzta íslenzku frum-
skjali á skinni, þ. e. stofnunarbréfi Jörundar biskups 1295, þá er
hann setti klaustur á Stað í Reyninesi (Fbrs. II). Þar eru meðal
jarða, sem biskup gefur »Skaurðugil« og »Skaurðugil ytra«, einnig
svo nefnt í staðfestingarbréfi Auðunnar biskups á stofnskránni (1315)
(sama bindi), ennfremur í Sigurðarregistri á skinni 1525 og 1550
(Fbrs. IX, XI) (»Skordugil«). Enn í dag er nefnt Skörðu- en aldrei
Skarða-, og er því ekki ástæða til að taka upp slíka »leiðréttingu<
á meira en 600 ára gömlu nafni, sem ávallt hefur haldizt óbreytt.
Myndina Skarðagil í Fbrs. IV (1446) er ekki að marka, því að ís-
lenzkan á því skjali, þótt frumskjal sé, er allmjög afbökuð (norsku-
skotin).
Seila. Svo ritað í Sturlunguútgáfu Kaalunds (sbr. einnig Cleasbys
orðabók), en Seyla er nafnið ritað opt í fornbréfum frá 15. og 16.
öld, í bréfi frá 1406 (Fbrs. III), er bæði Seila og Seyla. Þykir rétt-
ast að halda elzta rithættinum Seila, enda optast svo ritað nú.
Brautarholt [Litla Seila]. Brautarholt sem nýnefni tekið upp
með stjórnarleyfi 1915.
Vallanes [Slcmþúfa]. Vallanes tekið upp með stjórnarleyfi 1916.
Gamla nafnið var Skinþúfa, sbr. Fbrs. VI (1480) VII (1493) og
Sigurðarregistur 1550 (Fbrs. XI) en ekki Skinnþúfa, þótt nafnið sé
svo ritað í einu bréfi (1483) (Fbrs. VI, og í elzta hluta Sigurðar-
registurs 1525 (Fbrs IX). Skynþúfa, sem aðalnafn í 1861, er vit-
leysa, en bendir þó á rétta nafnið, samkvæmt framburðinum.
Ipishóll. í Fbrs. III. (1406) ípiss-, IV (frumrit á skinni 1427) fpis-;
s. st. (frumrit frá 1446, þó bjagað) Ypers-, og IX (Sigurðarregistri)
ípes-; í Jb. 1696 og A. M. Ipis-, í manntalsbókum Skagafjarðarsýslu
um 1800 Ibis , en síðar (um 1830) Xpis-, svo einnig í Johnsen og
1861. Myndin Ipishóll er elzt og lengst notuð og líklega réttust,
þótt merking orðsins sé óviss. Tilgáta Guðmundar heit Þorláks-
sonar magisters, að Ipis- sé = Ýbeygis- (þ. e. Bogsveigis-) er falleg
að vísu, en ekki finnst mér líklegt, að jörðin hafl heitið svo; til
þess er ofmikið samræmi í hinum ýmsu ritháttum nafnsins; einhver
þeirra hefði líklega farið nær Ýbeygishól, ef jörðin hefði heitið svo.
Að nýju myndinni í matsbókinni íbúðshóll(!) er ekki orðum eyðandi.
Elivogar. í Fbrs. III. (1378 og 1391), sbr. VIII, 13 Elivogar