Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 70
?0
tlm upphaflega verið Djúpárdalur, því að áin, sem rennur eptíf
dalnum hét í fyrstu Djúpá, sbr. Ln., þótt hún sé nefnd Djúpadalsá
í Sturl. (þrisvar) og jörðin Djúpadalur í fornbréfum (t. d. Fbrs. IV.
(1445) og IX.). Nafnið hefur breyzt snemma. A. M. hyggur Djúp*
árdal upprunalega heitið, og í Jb. 1696 er jörðin nefnd Djúpiárdalur.
En af því að Djúpadalur hefur verið hið almenna heiti jarðarinnar
svo afarlengi og nafnið í sjálfu sér ekki rangt, þykir rétt að láta
það haldast, en geta þó hins eldra nafnsins.
Litli Dalur (Sesseljudalur). Sesseljudalur í Fbrs. IX. og XI.
(Sigurðarregistri), einnig í reikningum Hólastóls 1664, og A. M.
kallar Litla Dal öðru nafni Sesseljudal, en á 18. öld verður Litli
Dalur almenna nafnið, en Sesseljudalur hverfur.
Vaglar. Svo í A. M., matsbókinni og víðar. 1861 hefur Vaglir.
Vaglar réttara.
Miðskytja (Miðsitja). Skytja mun hið upphafiega heiti, sbr.
Sturl., síðar Miðskytja, sbr. Fbrs. III., IV., V., og getur A. M. einnig
þess nafns, en almennara er þá orðið Miðsitja og Miðseta. Miðsitja
hefur jörðin nú verið kölluð um langan aldur og mætti því haldast
sem aukanafn.
Bóla [Bólstaðargerði]. í A. M. segir, að Bólstaðagerði sé fornt
eyðiból í landareign Uppsala, en réttara er Bólstaðar-, sbr. Bólstað-
ará í Ln. Þar síðar byggð Bóla, bær Hjálmars.
Ytri Kot [Þorbrandsstaðir?]. 1861 telur hiklaust, að Ytri Kot
sé sama jörðin sem Þorbrandsstaðir í Ln, og er það að vísu all-
sennilegt, en þó ekki vafalaust. Er því vissara að setja hér við
vafamerki [?]. A. M. kallar jörð þessa Neðri Kot.
Fremri Kot [Hökustaðir?]. Sama að segja, sem um næstu jörð
á undan, að það er alls ekki víst, að Fremri Kot sé = Hökustaðir
í Ln. og Sturl., þótt 1861 telji það vafalaust, en sennilegt er það.
Kúskerpi. Sjá athugasemd við samnefndan bæ í Húnavatns-
sýslu. Nafnið látið haldast óbreytt, þótt óvíst sé um þýðingu þess,
þvi að ekki er vist, að annað sé réttara. Hornskarpur heitir eyði-
býli í Skagafirði. I Fbrs. III. er nefndur hryggur, sem heitir Skerpir.
I norsku er til Skarv, sem þýðir gróðurlausar klappir eða stór-
grýtismel, og í sænsku Sharv, sem þýðir grjóturð. Hjá Kúskerpi í
Skagafírði er stór melur, sem heitir Kúskerpismelur. Gæti nú ekki
verið, að Kúaskerpir væri í upphafi nafnið á þeim mel, Kúamelur?
Hjá Kúskerpi í Húnavatnssýslu eru miklir melar með graslautum
innan um, sem í eru góðir hagar, beztu kúahagar. í Hornskarpi er
sagt, að ekki séu melar, en þar eru klappir. Sýnast þá koma fram
í þessum orðmyndum báðar merkingarnar í norska orðinu Skarv, og