Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 74
74
öýslu um 1800 og síðar, Johnsen, 1861 og matsbókinni Háleggs-
staðir, og er það látið haldast, þó að myndirnar Alex- og Alögs-
gætu bent á annan uppruna, t. d Allaugs = Arnlaugs- eða Álaugs-
er gæti verið fyrir Háleygs-, (sbr. Hárlaugsstaði í Holtum) og er
það nafn sett hér milli [], þó með vafamerki. Á sömu slóðum er
jörð, sem nefnd er Heggsstaðir í Sturl., en ósennilegt er, að það
nafn hefði breyzt í Háleggsstaði. Miklu líklegra, að elzta nafnið hafi
verið Leggsstaðir, og »á Leggsstöðum«, haíi eptir nokkrar breytingar
(Álex- o. s. frv.) orðið að Háleggsstöðum.
Stafshóll. Svo í Ln, Fbrs. IX og víðar (»Oddleifur stafur bjó á
Stafshóli*, Ln.). Stafnshóll í A. M og siðari jarðabókum er rangt.
Marbœli (Margbœli). í Melabók (Ln.) er ritað Margbýli fyrir
Marbæli í Eyjafirði (nú týnt nafn). í Sturl. er Marcbæli nafn á Mar-
bæli i Óslandshlíð, og í Bréfabók Guðbr. biskups I, 178 (1579) bein-
línis Margbæli, sem vel má vera, að sé rétta og upphaíiega nafnið,
sbr. rithátt Melabókar og Sturl., sem varla getur talizt markleysa. Að
vísu er ritað Marbæli í Bisks. I (Guðmundarsögu góða) og í Fbrs. III
(tvkvar í frumbréfum), einnig í Brb. Guðbr. bisk. 2. h. o. s. frv. Rétt-
ast að setja Marbæli sem aðalnafn, en Margbæli sem aukanafn. Líklega
gildir hið sama um Marbæli í Seiluhreppi, en þar hef eg samt ekki
sett Margbæli sem aukanafn, af því að sú jörð finnst ekki nefnd því
nafni, enda kemur hún ekki fyrir í eldri heimildum en í elzta hluta
Sigurðarregisturs 1525.
Hundhóll. í Fbrs. VIII (1520) og Sigurðarregistri 1550 (Fbrs. XI)
Hundhóll. A. M. Undhóll, en segir að sumir nefni Hundhól, og það
er vafalaust upphafiega nafnið, en hefur þótt ljótt og verið breytt í
Undhól, eins og Hundastapa í Mýrasýslu í Hindarstapa. Hefur jörð-
in verið kölluð Undhóll (af sumum) líklega síðan á 17. öld eða. fyr.
Varanafnið Vindhóli í matsbókinni er víst alveg út í vindinn.
Þumlaskáli. Þumlaskáli í tveimur Hólaskjalafrumritum á skinni
frá 1374 og 1388 (Fbrs. III), einnig í Fbrs. V (frumriti á skinni frá
1449) IX (elzta hluta Sigurðarregisturs (1525), einnig á skinni) og,
aptur í yngri hluta þess (1550) (Fbrs. XI) og loks í Brb. Guðbr.
biskups I (1579). Samkvæmt þessum góðu og gömlu heimildum verð-
ur Þöngla- afbökun úr Þumla-, en ekki hinsvegar (Þumla- úr Þöngla-)
eins og getið hefur verið til (Safn IV, 460). Nafnið Þönglaskáli hef eg
fyrst fundið í reikningum Hólastóls 1664, svo í Jb 1696, A. M. o. s.
frv, í öllum nýrri jarðabókum og ’skjölum. Nafnið Þumlaskáli er og
eðlilegra en Þönglaskáli. Þumlaskáli er eðlilegt nafn á skála eða
húsi, sem prjónles (vettir o. fl.) hefur verið geymt í, t. d. til útflutn-