Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 80
80
Hrafnsstaðir. Það er rétta nafnið, sbr. Jb. 1696. A. M, o. fl., en
Hrappsstaðir rangt.
Syðsta Samtýni. Mið-Samtýni. Efsta Samtýni. Samtýni í Fbrs.
IX, Jb. 1696 og A. M, og svo nefnt til skamms tíma. Er einsætt að
taka það upp aptur, enda eldra og miklu betur myndað nafn en
Samtún.
Sírelcsstaðir. í fornbréfum ýmist Sirel-, Siril, Syri- og Siristaðir,
í Jb. 1696 Sílestaðir, A. M Sýlestaðir, Johnsen og 1861 Sílastaðir og
svo optast í prestakallsbókum. Eru öll þessi nöfn auðsæjar afbak-
anir, en hvað er þá rétta nafnið? Það er vafalaust Síreksstaðir, og
er það byggt á frumbréfi á skinni frá 1447 (reikningum Möðruv. lla-
klausturs) í Fbrs. IV, 711, en þar stendur reyndar prentað Eirex-
staðir, en af því að það jarðarnafn (Eiríksstaðir) er ekki kunnugt á
þessum slóðum, datt mér í hug, að nafn þetta kynni að hafa mis-
lesizt í frumritinu, Eirex- fyrir Sírex-, sem eðlilegt væri, með því
að Síreks- er svo fágætt, og það reyndist svo við nánari athugun á
frumbréfinu (í safni A. M.). Er enginn vafi á, að Síreksstaðir er upp-
haflega nafnið á jörð þessari, enda benda og myndirnar Sirisstaðir
og Syrisstaðir á það. Mannsnafnið Siðrikur hefur breyzt í Sirekur,
eins og Böðríkur í Bárekur. Sireksstaðir heitir enn í dag jörð í
Vopnafírði, og er getið þegar í Landnámu.
Vaglar. Réttara en Vaglir.
Bryti [Brytjastaðir]. Brytjastaðir í Fbrs. IV. Nú ávallt sagt
Bryti, og hefur jörðin svo nefnd verið afarlengi í ræðu og riti.
Trégrefsstaðir. Trégrefsstaðir í bréfi frá 1375 (Fbrs. III), Treigrefs-
í Fbrs. V (1447), Trégreips- í Jb 1696 og Trégrips- í A. M. Tré-
staðir vafalaust leiðréttingartilraun á hinum nöfnunum. Réttast mun
Trégrefs- (fremur en Trégreips-), og gæti verið viðurnefni manns, er
grefur fúalurka (fauska) úr jörðu (sbr. orðið fauskagröptur).
Hlaðir. Hlöð í matsbókinni er víst leiðrétting. Hlaðir almenna
nafnið (sbr. Bessahlaðir, Stokkahlaðir).
Gœsir [Gáseyri, Gásir]. Gæsir í Jb. Eyjafjarðarsýslu 1695 (A.
M. 463 fol.) og nú jafnan sagt. Hið forna nafn var Gáseyri og »að
Gásum«.
Bandagerði. Svo í A. M, Johnsen og 1861. Bændagerði er ný-
smíði, sem við ekkert hefur að styðjast (Bandagerði = Goðagerði,
þ. e. gerði, akur, helgað guðunum).
Hrafnagilshreppur.
Stokkáhlaðir [Stolckáhlaða]. Stokkahlaða bæði í Víga-Glúms-
Sögu og Sturl. En í öðrum fornsögum kemur orðið einnig fyrir