Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 83
83
IV) Þar nefnist jörðin Rugstaðir. Mætti gizka á, að upprunalega
nafnið haíi verið Ruggsstaðir (af viðurnefni ruggur = sá er ruggar;
rugga og ruggi voru til sem viðurnefni að minnsta kosti), og fram-
burður á því nafni hefði orðið eins og það er ritað í bréflnu 1446
(Rugstaðir), en af því að þetta er að eins getgáta, þykir ekki öruggt
að taka Ruggsstaði upp, en eiztu myndina Rugstaði mætti taka sem
eldra heiti jarðarinnar, og eflaust nær hinu rétta en vandræðanafnið
Rúgsstaðir.
Suöur-Þingeyjarsýsla.
Svalbarðsstrandarhreppur.
Gaddsvik. Svo í Sturl., þrisvar, sbr. Gazvík í Fbrs. V, siðar
Garðsvik í öllum jarðabókum, en ætti niður að falla.
Snœbjarnargerði. Snæbjarnar- í Fbrs. V 1473) og A. M.; Jb.
1696 hefur Garðsvíkurgerði, stundum kallað að eins Gerði, en í
Johnsen og 1861 Sveinbjarnargerði, sem er rangt.
Þóroddsstaðir (Þórisstaðir). Þórodds- í Fbrs. III (1410) V, VI og
A. M, Þóris- í Fbrs. VI (1473) og VII, Þóru-i Jb. 1696, Johnsen og
1861. Þórodds- er líklega upprunalegast, og er því sett sem aðalnafn,
en Þóris- sem varanafn, en Þóru- verður að falla niður, því að fyrir
því eru heimildir miklu yngri og lakari en að hinum nöfnunum.
Halland. Hallandi í matsbókinni er rangt. Halland (þ. e. Hall-
land), rétta nafnið, er í 1861 og jafnan nefnt svo (sbr. »Hallands-
Manga«). Hall-land kemur meðal annars fyrir i frumbréfi á skinni
frá 1526 (Fbrs. IX).
Vlgastaðir. Vigastaðir koma tvisvar fyrir i Fbrs. IV (1427 og
1446) og svo í VIII (1508), og er það auðvitað rétta nafnið. Milli-
bilsmynd, þá er nafnið hefur farið að afbakast, er Vegistaðir í bréfi
frá 1538 (Fbrs. X). Vígi er mannsnafn (sbr. Lind) og Vígastaðir (nú
Vigstad) eru í Noregi. A. M. hefur Veiga- eða Veiða-. Jb. 1696,
Johnsen og 1861 Veiga- og svo jafnau nefnt, en ætti nú niður að
falla.
Grýtubakkahreppur.
STcer (Þemusker). A. M. segir, að Þernusker sé hið upphaflega
heiti þessarar jarðar.
Eyri (Arnareyri). Arnareyri er nefnd í Johnsen, sagt, að prestur
nefni jörðina svo, og það gerir nú matsbókin einnig.
Tundrastaðir. Tundrastaðir í Auðunnarmáld. 1318 (Fbrs. II) og
Rétursmáld. 1394 (Fbrs. III). Jb. 1696 hefur Tundarastaði, en A. M.
e*