Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 86
86
Aðaldælahreppur.
Kraunastaðir (Kraumastaðir), Krauma- í Fbrs. II og III, en
Krauna- í IX (elzta hluta Sigurðarregisturs) og A. M. og svo nefnt
nú. Þetta »krauma« og »krauna« eiginlega sama nafnið, eflaust
viðurnefni. Ln. nefnir Kraumaheiði (í registrinu stendur Krauna-
heiði). »Að »krauma« er haft um gutl í rennandi vatni, einnig ritað
»krauna« (sbr. Cleasby og Fritzner), svipað sem »að krauma« um
sjóðandi vatn. Krýnastaðir í Eyjafirði eru einnig nefndir Krauna-
staðir, og er vel líklegt, að það sé rétt.
Múli [Fellsmúli]. Jörð þessi hét í fyrstu Fellsmúli, sbr. Ln.
Reykdælu og Sturl.
Helluland [Fótaskinn]. Helluland er nýnefni tekið upp með
stjórnarleyfi 1920.
Norðurhlíð [lumsa]. Norðurhlíð nýnefni samkvæmt stjórnarráðs-
leyfi 1920.
Tjörneshreppur.
Reykir (Stóru Reykir). A. M. og Johnsen hefur Reyki og svo er
almennt nefnt. 1861 hefur bæði nöfnin.
Laxamýri (Laxdrmýri). Jörðin hét í fyrstu að eins Mýri, en
Laxármýri kemur síðar fyrir í bréfum, sbr. Laxármýrarós í Fbrs.
IV (1445), og er sennilega eldra en Laxamýri, sem þó kemur snemma
fyrir, og er því gamalt nafn. Verður því látið haldast sem aðalnafn.
Tröllakot [Tröllagilsgerði]. A. M. hefur bæði nöfnin.
Valadalur. Valadalur í Fbrs. V og IX (Sigurðarregistri) og víðar
t. d. Jb. 1696, A. M. og Johnsen, einnig í mörgum bréfum frá 17.
öld. Sjálfsagt að taka það nafn upp aptur, en fella niður Voladal
(sbr. 1861 og matsbókina), jafn undarlega og óþarfa afbökun.
Noröur-ÞingeyjarsÝsla.
Helduneshreppur.
Austurgarðar (Austurgarður). Austurgarðar í Jb. 1696, A. M. og
Johnsen. Austurgarður í 1861 og matsbókinni.
Bangarstaðir (Bangastaðir). Bangar- mun réttara en Banga- af
kvennmannsviðurnefni Böng, r fallið burt í framburði, eins og svo
víða. Sbr. Bangar-Oddur í Sturl. og örnefnið Bangarslý í Fbrs. II.
En Banga- mætti samt haldast sem aukanafn, því að svo er jörðin
jafnan uefnd í heimildum, sem að vísu eru ekki gamlar, einna elzt
Jb. 1696 og A. M.