Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 90
Hróarstunguhreppur.
Ytri Galtastaðir. Svo í Kirkjubæjarvisitaziu Br. Sv. 1641 og Jb.
1696, en í matsbókinni Galtastaðir út.
Fremri Galtastaðir. Svo í sömu visitazíu Br. Sv. 1641, en í mats-
bókinni einni Galtastaðir fram, og virðist ekki ástæða til að taka það
nafn upp hér. Nafnið Galtastaðir (ekki Galtarstaðir) kemur fyrir í
Vilkinsmáld. (Fbrs. IV).
Nœfbjarnarstaðir. Næbjarna- í Jb. 1696 og skýrslu sóknarprests-
ins 1794, Næbjarnar- í Grýluþulu séra Brynjólfs Halldórssonar í
Kirkjubæ (f 1737) (skemtanir Ól. Dav.), í verzl.sk. 1735 og manntb.
N.-Múl. 1803, Nefbjarnar- (ef til vill fyrir Nefbjarnar-) í visit. Br.
Sv. 1641 (Kirkjubæjarvisitazíu), og í prestakallsbókum 1820 o. s. frv.,
Johnsen, 1861 og matsbókinni. Enginn vafi er á, að Næ- er upphaf-
legra en Nef- í þessu jarðarnafni. Hygg eg, að Næ- sé fyrir Næf-,
jörðin hafi verið kennd við Næfur-Björn (Björn hinn flma eða haga)
— nafnið þá myndað eins og Digur-Helgi. Svo langt nafn hefði
eðlilega dregizt saman í Næfbjarnarstaði, eins og t. d Hafrsfjarðará
hefur orðið Haffjarðará. Ur Næfbjarnar- gátu auðveldlega orðið báð-
ar hinar myndirnar: Næbjarnar-, því að einmitt svo mundi Næf-
bjarnar borið fram — og Nefbjarnar-, leiðréttingartilraun, þá er hitt
var hætt að skiljast.
Dögurðargerði. Dögunar- í mannt. 1703, verzl.sk. 1735, manntb.
N.-Múl. 1803, Johnsen og 1861 (aðalnafn), ennfremur í kvæði eptir
séra Sigfús Árnason (f 1822). Dögurðar- varanafn í 1861 (= Dagverðar-),
og nú tekið upp í matsbókina, vafalaust rétt, en Dögunar- framburðar-
breyting.
Jökulsárhlíðarhreppur.
Saursstaðir (Surtsstaðir). Saurs- í visit. Br. Sv. 1641 (Kirkjubæ),
verzlsk. 1735 og manntali 1762, Saurs- og Surts- í Johnsen, Súrs- í
Jb. 1696, en Surts- í manntali 1703, mannt.b. N.-Múl. 1803 og (Jb). 1861,
og þykir rétt að lofa því að standa við hliðina á hinu, þótt lítill
vafi leiki á, að Saurs- sé upphaflegra; hefur þótt ljótt, og því verið
»lagað« í Surts-.
Hallgeirsstaðir. Svo í visit. Br. Sv. 1641 (Kirkjubæ), verzlsk.
1735, mannt. 1762, manntb. N.-Múl. 1803 og matsbókinni, einnig
aðalnafn í 1861, en Hallgils- til vara. Hallgils- einnig í Jb. 1696,
mannt. 1703 og Johnsen. Hallgeirs- er vafalaust réttara.
Fossvöllur. Svo í Ln. og lengi síðan fram á 19. öld. Fossvellir
rangt, þótt svo sé í Johnsen, 1861 og matsbókinni, og F. setji það í
sviga sem eldra nafn.