Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 92
92
Hvannstóð. Svo í Fljótadælu, Fbra. IV, visit. Br. Sv. 1645
(Desjarmýri), Jb. 1696 o. s. frv, einnig rétt í matsbókinni og svo
nefnt nú, en Hvannstöð í Johnsen og 1861 er rangt. Sig. Gunnars-
son (Safn Ií, 491) hyggur, að réttara sé Fannstöð, eigi það nafn þar
betur við vegna snjóþyngsla, en heimildirnar hafa allar Hvannstóð,
nema handrit það af Fljótsdælu meiri, sem höf. (Sig. Gunn.) hefur
fylgt (sbr. Safn II, 482), og er þá nafnið Fannstöð sennilega »leið-
rétting« ritarans á hinu rétta nafni (Hvannstóði).
Glettinganes. Svo i Desjarmýrarvisitazíu Br. Sv. 1645, manntali
1703, Johnsen og 1861. Jb. 1696 hefur Glettingarnes, og matsbókin
Glettingsnes, sem er vafalaust rangt.
Loðmundarfjarðarhreppur.
Hjálmárströnd. Svo i matsbókinni, og mun rétt, því að Hjálmá
(sbr. Hjálmárdalsheiði) er þar í landareigninni.
Arnarstaðir (Arnastaðir). Arnastaðir í Fbrs. III (1367) Klypps-
staðarvisitazíu Br. Sv 1645, manntb. N.-Múl. 1803, Johnsen og 1861,
en í matsbókinni Arnastaðir, og mun svo borið fram nú, en líklega
er Arnar- réttast, en Árna- þó haft sem varanafn.
Klyppsstaður. Mun svo réttast ritað, af mannsnafninu Klyppur
eða viðurnefni. Er i skjölum ritað á ýmsa vegu, Klyf-, Klif-, Klyps-
og Klipps-.
Seljamýri. Svo í Fbrs. IX, Visitb. Br. Sv. 1645, Jb. 1696 og
yngri jarðabókum, en Seljarmýri í mannt. 1703, verzlsk. 1735 og
matsbókinni er rangt.
Suður-Múlasysla.
Skriðdalshreppur.
Arnaldsstaðir. Svo rétt samkvæmt. Ln. Sjá aths. við Arnalds-
staði í Fljótsdal.
Geirólfsstaðir [Geirólfseyri]. Er eflaust sama jörðin og Geirólfs-
eyri í Droplaugarsonasögu.
Vallahreppur.
Höfði. Samkvæmt Droplaugarsonasögu lítur helzt út fyrir, að
jörð sú, sem þar er nefnd öngulsá, hafi verið sama jörð og Höfði
(Sbr. Safn til s. ísl. II, 461). En samt þykir mér varasamt að setja
það sem forna nafnið á Höfða, enda gat bærinn at öngulsá hafa
farið af og verið fluttur þangað, sem Höfði er nú.