Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 20
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ekki skáldsagnapersóna, ekki staðgengill einhvers annars manns með með öðru heiti, og vér trúum því, að hann sé í höfuðatriðum tengd- ur sögu íslands og Grænlands með þeim hætti, sem fornritin tjá oss. Eiríks saga rauða er fleyguð, innskotin sýnilega í hana komin í því skyni að gera hana að meiri sögu, lystilegri til frásagnar, þeim eftirsóknarverðari til dægrastyttingar og skemmtanar, sem á hlýddu. Fræðimönnum ber nú orðið saman um, að Grænlendinga saga, sem fjallar að talsverðu leyti um sömu menn og atburði og Eiríks saga, sé eldri og upprunalegri.1 Sameiginlegt er það báðum þessum sög- um, að þær greina frá fslendingum og athöfnum þeirra í annarri heimsálfu. Sú er ástæðan til þess, að þeim hefur verið veitt meiri athygli en öðrum íslenzkum fornritum og um engar íslendinga- sögur hefur verið ritað jafnmikið og þær. — En þrátt fyrir það greinir menn á um skilning á ýmsum atriðum. Sumir ætla það veruleika, sem aðrir telja skáldskap. Allir eru þó sammála um megin- kjarnann, að þeir Norðurlandabúar, sem fundu Grænland og settust þar að, hafi komið frá fslandi, og vitanlega var skipið far- kosturinn. Um hann verður fjallað í þessari ritgerð, og þess vegna kann að vera heppilegt, að vér stöldrum við á Helgafelli og lítum þaðan sögusviðið, inn til Dala, um eyjar, út um fjörð, á opið haf. Á þeim slóðum réðust að miklu leyti þau örlög Eiríks rauða, að hann varð foringi landnemaflokksins, sem fór með honum til Grænlands. II. Sumarið 1243 mátti líta af Helgafelli mikla siglingu suður yfir Breiðafjörð, alls 30 skip. Þau komu af Vestfjörðum, og höfðu sum farið fyrir öll annes vestra, um rastirnar út af Horni, Straumnesi og Látrabjargi, og linntu ekki ferð fyrr en undir Hólmláturseyju, innst í Breiðafirði. Áhafnir þessara skipa voru hátt á fjórða hundrað manns. Um þennan flota vitum vér ekki annað með vissu en það, að í honum var ein skúta og ein ferja,2 en að öðru leyti mun þarna hafa verið um að ræða fiski- og farmabáta. Eitt sinn áður hafði mátt sjá af Helgafelli stóran flota, en hann 1 Jón Jóhannesson: Aldur Grænlendinga sögu. Nordæla, Rvik 1956, bls. 149—158. 2 Sturlunga saga, Rvík 1946, II, bls. 31—32.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.