Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 23
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 25 heimildir varðveita um þessa skipategund, er býsna sundurleitur og misjafnlega áreiðanlegur. Á föstudaginn langa árið 1118 fauk í ofsaveðri knörr undir Eyja- fjöllum, sneri á lofti og kom hvolfandi niður. Tvær heimildir greina frá atburðinum. f annarri er þessi knörr sagður hafa verið sex rúm og tuttugu,1 en í hinni ,,VII rúm og XX“.2 Þetta er eina vísbend- ingin í rituðum heimildum um stærð knarrar. En hvað má álykta um stærðina af rúmafjöldanum? Bernhard Færoyvik í Bergen var flestum mönnum fróðari um skip og báta í Noregi, fyrr og síðar. Hann ætlaði, að knörrinn undir Eyjafjöllum mundi hafa verið um 70 feta langur. Rúmin tuttugu taldi hann vera búlka- eða farmrúm og gizkaði á, að hvert þeirra hefði verið 70 sm. Rúmin sex eða sjö áleit hann vera róðrarrúm og stærð hvers þeirra um einn metra.3 Færoyvik virðist misskilja íslenzka textann, en sá misskilningur þarf þó ekki að valda veru- legri skekkju að því er varðar stærð skipsins. Sumarið 1948 kom í ljós við uppgröft í Björgvin leifar af skipi, sem gizkað er á að muni vera frá því um 1100. Ætlað er, að það kunni að hafa verið knörr. Borð þess sköruð saman reyndust 60 feta löng. Þau hafa verið járnseymd, 45 sm breið og 5 sm þykk. Milli bandanagla virðist hafa verið 70—75 sm.3 Leifar fimm skipa hafa nýlega verið grafnar upp úr Hróarskeldu- firði. Þær eru taldar vera frá 1000—1050. Þótt skip þessi séu mis- munandi að stærð og lögun, þykir sennilegt, að þau hafi öll verið kaupför. Flak 2 er 65 feta langt og flak 1 er eitthvað stærra, en menn hallast að þeirri skoðun, að bæði þessi skip kunni að hafa verið knerrir af miðlungs- eða stærstu gerð.4 Ef þessi tilgáta er rétt, er hér um að ræða fyrstu skipin af þessari gerð, sem fundizt hafa nokkuð heillegar leifar af. Stærð þeirra styður þann grun, að byrðingsborðin, sem fundust í Björgvin, séu úr knerri og jafn- framt, að áætlun Færoyviks um að knörrinn undir Eyjafjöllum hafi verið um 70 fet, sé nærri sanni. Fræðimenn hafa almennt ályktað af þeim fróðleiksmolum, sem 1 Skarðsárbók, útg. Jakob Benediktsson, Rvík 1958, bls. 193. 2 Biskupa sögur, Kaupmannahöfn 1858, I, bls. 30. 3 Bernhard Færoyvik: Eit kjopmannskip frá elleve hundre ári, Bergens Tidende 29. mai 1948, og Leivdar av eit kaupskip pá Holmen, Bergenhus, Bergens Sjofartsmuseum, árshefte 1948. 4 Olaf Olsen og Ole Crumlin-Pedersen: Vikingeskibene i Roskilde Fjord. Copen- hagen, 1962—1963.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.