Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 23
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
25
heimildir varðveita um þessa skipategund, er býsna sundurleitur
og misjafnlega áreiðanlegur.
Á föstudaginn langa árið 1118 fauk í ofsaveðri knörr undir Eyja-
fjöllum, sneri á lofti og kom hvolfandi niður. Tvær heimildir greina
frá atburðinum. f annarri er þessi knörr sagður hafa verið sex rúm
og tuttugu,1 en í hinni ,,VII rúm og XX“.2 Þetta er eina vísbend-
ingin í rituðum heimildum um stærð knarrar. En hvað má álykta
um stærðina af rúmafjöldanum?
Bernhard Færoyvik í Bergen var flestum mönnum fróðari um
skip og báta í Noregi, fyrr og síðar. Hann ætlaði, að knörrinn undir
Eyjafjöllum mundi hafa verið um 70 feta langur. Rúmin tuttugu
taldi hann vera búlka- eða farmrúm og gizkaði á, að hvert þeirra
hefði verið 70 sm. Rúmin sex eða sjö áleit hann vera róðrarrúm
og stærð hvers þeirra um einn metra.3 Færoyvik virðist misskilja
íslenzka textann, en sá misskilningur þarf þó ekki að valda veru-
legri skekkju að því er varðar stærð skipsins.
Sumarið 1948 kom í ljós við uppgröft í Björgvin leifar af skipi,
sem gizkað er á að muni vera frá því um 1100. Ætlað er, að það
kunni að hafa verið knörr. Borð þess sköruð saman reyndust 60
feta löng. Þau hafa verið járnseymd, 45 sm breið og 5 sm þykk.
Milli bandanagla virðist hafa verið 70—75 sm.3
Leifar fimm skipa hafa nýlega verið grafnar upp úr Hróarskeldu-
firði. Þær eru taldar vera frá 1000—1050. Þótt skip þessi séu mis-
munandi að stærð og lögun, þykir sennilegt, að þau hafi öll verið
kaupför. Flak 2 er 65 feta langt og flak 1 er eitthvað stærra, en
menn hallast að þeirri skoðun, að bæði þessi skip kunni að hafa
verið knerrir af miðlungs- eða stærstu gerð.4 Ef þessi tilgáta er
rétt, er hér um að ræða fyrstu skipin af þessari gerð, sem fundizt
hafa nokkuð heillegar leifar af. Stærð þeirra styður þann grun, að
byrðingsborðin, sem fundust í Björgvin, séu úr knerri og jafn-
framt, að áætlun Færoyviks um að knörrinn undir Eyjafjöllum
hafi verið um 70 fet, sé nærri sanni.
Fræðimenn hafa almennt ályktað af þeim fróðleiksmolum, sem
1 Skarðsárbók, útg. Jakob Benediktsson, Rvík 1958, bls. 193.
2 Biskupa sögur, Kaupmannahöfn 1858, I, bls. 30.
3 Bernhard Færoyvik: Eit kjopmannskip frá elleve hundre ári, Bergens Tidende
29. mai 1948, og Leivdar av eit kaupskip pá Holmen, Bergenhus, Bergens
Sjofartsmuseum, árshefte 1948.
4 Olaf Olsen og Ole Crumlin-Pedersen: Vikingeskibene i Roskilde Fjord. Copen-
hagen, 1962—1963.