Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 41
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 43 ferða þeirra sjaldnast getið nema að sumarlagi og oftast innfjarða. Stundum hefði það getað hent höfunda sagnanna að gera ekki greinarmun á ferju og bát eða ferju og skútu. Glöggt dæmi um það er í Finnboga sögu ramma, þar sem sama skipið er ýmist nefnt skúta eða ferja.1 Skútur hafa verið í Breiðafirði, á Vestfjörðum og víðar á sögu- öld. Þær hafa verið misstórar og einkum notaðar til flutninga. Um gerð þeirra og stærð er ekkert vitað náið. Á einum stað stendur: — ,,Það var lítil skúta“2 og í annarri heimild: — „Steinólfur á skútu eina mikla.“3 Dæmi þekkist um átta menn á einni breiðfirzkri skútu4 og fjörutíu á annarri.5 Af þeim verða ekki einu sinni dregnar ágizk- anir um stærð þessara skipa. Norður í Fljótum er skúta sett úr nausti til sjávar af sjö mönnum6 og önnur í Breiðafirði af átta mönnum.7 Mætti af því ráða, að þær hafi ekki verið stórar. Byrðinga er óvíða getið á íslandi á söguöld og alls ekki haffær- andi byrðinga. Þegar Króka-Refur er látinn smíða haffærandi byrð- ing í Haga, gerir hann það eftir líkani, sem sonur austmanns nokk- urs átti og var leikbróðir Refs. Aldrei hafði kaupskip borið fyrir augu Refs.8 Mætti það benda til þess, að þegar sagan er skráð hafi verið orðið lítið um kaupför og haffærir byrðingar ekki verið í eigu hérlandsmnana fremur en á söguöld. f íslendingasögum er aðeins getið um einn byrðing í eigu Vestlendinga. Hann var ekki haf- fær, og á honum var 12 manna áhöfn.9 Byrðingar voru einkum notaðir til flutninga, og hefur sennilega ekki verið mikill munur á þeim og stórum farmabátum, en að því verður vikið nánar síðar. IX. Heimildir íslendingasagna um sögualdarbátinn breiðfirzka eru fremur léttvægar, ef líta ætti á þær án tengsla við vitneskju, sem varðveitzt hefur frá Sturlungaöld. En engin ástæða er til þess, því að ekki er unnt að færa rök að breytingum á breiðfirzka bátnum : Isl. fornrit XIV, bls. 173. 2 Sama XI, bls. 204. 3 Þorskfirðinga saga, Rvík 1946, bls. 366. 4 tsl. fornrit XII, bls. 34. 5 Þorskfirðinga saga, Rvík, 1946, bls. 366. G tsl. fornrit VII, bls. 257. 7 Sama XII, bls. 34. 8 Sama XIV, bls. 129. 0 Sama VI, bls. 29.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.